Always look on the bright side of your live!

Þvílík vinna og þvílíkt skap!

Týri litli er búinn að vera lasinn núna í fimm daga.... og það er ekkert grín! Amma Stína segir að þetta sé "karma" því að ég var erfið á mínum yngri árum og fæ svo í hausinn svona skapvonsku strák. Þetta flensustand fer svo svakalega í skapið á Týra að ég á ekki til orð, hann er svo pirraður á því að vera svona slappur, og ég skil hann ósköp vel!

Daníel fékk að prófa að vera með hann um helgina veikann, bara svona til þess að sjá að lífið er ekki bara dans á rósum.... Eftir helgina sagði Daníel að þetta reyndi ögn á ást hans á peyjanum og hann sé nokkuð þreyttur og að hann Týri hafi svo sannarlega skapið mitt! Samt gekk þetta nokkuð vel, ég er nokkuð stolt að stráknum, hann er alveg ágætis pabbi!

Í svona flensu-veseni reynir virkilega á hvort að við Heimir séum krakkar í fullorðinsleik eða alvöru foreldrar.... frá mínu sjónarhorni reikna ég með að við séum að standa okkur vel, kanski bara mjög vel!

Noregur (Týri) loksins fallinn og ég ætla aðeins að slappa af!

Ave

Henný

striphandler


Shake your groove thing!

Long time no seen!

Hef verið svolítið plank í bloggbankanum undanfarið, það hefur líklegast bara þurft aðeins að hrista upp í mér, aðeins að hrista databasið í kollinum mínum... og það gerðist í "Hristingnum mikla" dag...hehe, smá aulahúmor!

Hef verið með þetta awesome blogg í huganum undanfarið, bara veit ekki hvernig ég á að koma því frá mér, kanski bara að sletta því fram eins og illa lyktandi sokki.

Hugmyndin var að blogga um svona "feelgood" kvikmyndir sem hafa bjargað mér í gegnum árin...

Frá framleiðenda listans yfir lög sem festast á heilanum á manni... Listans yfir stórviðburði ársins 1999 og Listans yfir Hræðilegustu "date" ever kemur....

Listinn yfir frábærar "Feelgood" myndir sem ég hef dýrkað í gegn um tíðina!

Top 10!

Númer 10.

Beethoven

7111 Svala Marý litlasystir reyndi á tímabili að rústa góðri mynd með því að horfa á hana svona u.þ.b. 11. sinnum á dag, það var skelfing! Þá sat hún í fjólubláu kerrunni sinni með þrjár snuddur og drakk "heitt" á meðan afi dottaði í brúnastólnum.

Ég held einmitt að ein aðal ástæðan fyrir að mér líður alltaf vel að hugsa um þessa mynd sé þessi minning um Svölu Marý og afa, þetta var þeirra mynd og þau eru pottþétt í Top 10. frábærustu manneskjurnar sem ég elska.

Myndin er kanski svolítil Disney klisja og samt svo sæt. Auðvitað eins og allar góðar hugmyndir sem Disney fær, þurfa þeir að nauðga hugmyndinni með því að búa til endalaus framhöld sem verða alltaf hver annari verri.... og þá endar þetta svo sorglega að á endanum komast myndirnar ekki einu sinni í bíó, góðan daginn föstudagsmyndin á Rúv!

 

 

Númer 9.

Sound of Music

B00005AA0L.02.LZZZZZZZ Talandi um nostalgíu!

 Ég er og hef alltaf verið forfallinn söngvamynda aðdáandi og þessi söngvamynd er svo sæt og yndisleg.

Julie Andrews fer á kostum, svo einlæg og skemmtileg... og svo eftir að hafa horft á myndina svona 1000 sinnum kann maður orðið öll lögin og raular með, sem gerir það reyndar alveg ómögulegt fyrir aðra að horfa á myndina með mér, þar sem ég syng alls ekki fallega, meira svona eins og kvalinn köttur!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Númer 8.

Stella í orlofi

180px-Stella_i_orlofi_VHSVið systkinin förum oft í keppni hvor getur vitnað í flestar setningar úr Stellu í orlofi. Siggi bróðir var kanski svona fjagra ára þegar hann sagði:

"Bára komin í bleyti og majónesan er orðin gul"

... og svo kemur reglulega:

"Egg! Egg!.... við seljum engar landbúnaðarvörur!"

.... og þessi klassíska:

"Herre Gud!"

Þessi mynd er snilld, eitt af þjóðarstolti okkar íslendinga.... "og alle laxefiskana".... "er det partur of progammet?"

Stella er kjarnakona, þegar ég verð stór ætla ég að verða alveg eins og Stella. 

Númer 7. 

Josie and the Pussycats

10113Ef þessari mynd var ekki nauðgað í hengla... þessi mynd kynnti mig fyrir svona stelpu-pönkrokki, ef pönkrokk má kalla.

Veit ekki afhverju en mér líður alltaf vel eftir að hafa horft á þessa mynd.

Þegar ég var yngri var það hefð að taka þessa mynd á leigu hvern föstudag, eftir að ég tók hana í kanski áttunda skipti gaf kallinn á videoleigunni mér myndina, ég var víst sú eina sem leigði hana og hann var farinn að fá samviskubit yfir því að hirða af mér 450 kr hvern föstudag. Þetta gerði mömmu ekkert ánægða, þetta var hálfgerð heilabilun! 

 

 

Númer 6.

Love Actually

Love%20Actually%20poster%203Svo sæt...

Svo fyndin...

Svo einlæg...

Svo jólaleg...

Svo rómantísk...

Svo væmin...

... ég er farin að gubba!

Fín mynd enga að síður! 

 

 

 

 

Númer 5.

10. things I hate about you!

10_Things_I_Hate_About_You_001Heath Ledger með sítt dökkt hár, ekkert smá flottur...

Unglingamynd sem ég get horft á aftur og aftur.

 

 

 

 

 

 

 

Númer 4.

Lion King

Walt%20Disney%20-%20Lion%20King%20family%20dimÓ, hver fór ekki að gráta þegar Múfasa dó?!?

Hver elskar ekki Tímon og Púmba?!?

Þetta var ein af fyrstu myndunum sem ég fór á í bíó, ég man að ég fór með Siggu frænku svo þessi mynd er svolítið tengd minningum mínum um allar þessar frábæru bíóferðir með Siggu frænku.

Frábær mynd og pottþétt "feelgood" mynd, hér skiptist á hlátur og grátur! 

 

Númer 3.

A Very Brady Sequel

200px-Very_brady_sequelThe Brady family er skrautleg, jafnvel svolítið skrítin á köflum. Ég held að allir gætu fundið sig í eitthverjum karakter úr fjölskyldunni, djí, ég held að the Brady Family eigi skilið sér blogg hjá mér, þetta er svo mikil pæling...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Númer 2.

Sódóma Reykjavík

SodomaFrábær mynd...  

Númer 1.

Rocky Horror Pictureshow

Ó, ef þú þekkir mig veistu hversu mikið ég elska þessa mynd....

It's just a jump to the left! 

 


If you don't jump, your english!

siberianmalakaiSonur minn hefur ábyggilega verið Siberian Husky í fyrra lífi! Það er mikið sameiginlegt þarna á milli.

-Stór blá augu.

-Loðinn.

-Æðislega sætur

En samt held ég að það sem kemur mest á óvart að þegar Týra er leyft að hlaupa frjálsum hleypur hann hrikalega hratt í burtu eins langt og hann kemst, án þess að pæla í stað eða stund, og svo stoppar hann nokkrum mínútum síðar og fattar "Hvar ætli að hún mamma sé?!?". Þetta gerir Siberian Husky og svona lætur Týri líka!

Ég náði samt að fylgja honum eftir svo hann var ekki alveg týndur þegar hann loksins stoppaði, sem var einmitt rétt hjá róló, sem þýddi klukkutíma róló ferð! Hentugt!

Annars erum við búin að vera úti í allan dag, æðislegt veður og ég held jafnvel að ég sé smá útitekin!jump

Ég held líka að ég sé búin að hoppa af mér 300 kalóríur á tombólíninu heima í Eyjahrauninu,  æðislegt! Þetta er sko líkamsrækt sem ég gæti stundað og skemmt mér við, ég hreinlega hoppaði út í eitt í dag! Ég er meira að segja að spá í að fjárfesta mér í einu svona hoppudóti... ég er fallin fyrir trambólíni, ég er komin með syndrómið!

Héðan í frá verður það Skoppidý skopp, það sem Henný gerir best, ala Tumi Tígur stile!

tigger

Ave

Farin út að hjóla

Henný

Sem elskar daginn í dag! 

 


Sveitaball!

Alvöru sveitaball um helgina, þá meina ég alvöru....

Skímó í Hvíta húsinu!

Let's party like its  1999!

Það er kanski ekki sniðugt, svona ef þið munið hvað var í gangi 1999. Hérna er smá tímaflipp!

Árið '99 var líklegast ekki gott ár hjá mér. Ég var 12. ára "sportfrík" sem klæddis Buffalo skóm á helgidögum!

Árið '99 var lagið Í dalnum þjóðhátíðarlag.

DreamcastConsoleÁrið '99 var Kristinn Björnsson heitir á skíðunum.

Árið '99 var Guðjón Þórðarson að þjálfa Stoke.Napster

Árið '99 kom Sega Dreamcast út, þvílík bylting í heimi tölvuleikjanna.

Árið '99  var stríðið í Kosovo í fullu gangi.

Árið '99 var Napster það heitasta og nýjasta!

B00000G1IL.01._SCLZZZZZZZ_Árið '99 kom Baby one more time með Britney Spears.

Árið '99  var það ekki "kúl" að borða lífrænt!

Árið '99 voru Buffalo skór það flottasta.

Árið '99 voru Backstreet Boys svalir, og Justin baraS-Club-7-Poster-C10050277 Justin í Backstreet Boys!

Árið '99 var hljómsveitin S club 7 stofnuð og hún litla ég hélt ekki vatni yfir þeim horbjóði! 

Árið '99 varð Hugo Chávez forsti Venusúela.

Árið '99 kom barnaplatan Jabba Dabba Dúúú út!

Árið '99 gaf Bubbi út safnplötuna Sögur 1980-1999.

Árið '99 lifðum við og hrærðumst með Ally McBeal, eða allavega ég!

Árið '99 var Þjóðhátíð heitasta hátíðin um verslunarmannahelgina samkvæmt mbl.is!

Árið '99 átti ég bara eina systur en engan bróður.

Árið '99 voru Jolli og Kóla heitir í bransanum.

Svo nú er spurningin... hvar varst þú árið 1999? 

 

 

 


Sing us a song mister pianoman!

Miðbærinn var aldrei þessu vant að virka í gær! Það var bara gaman og hressandi að djamma aðeins í miðbænum.

En ný pæling... mér finnst svo gaman að pæla. Hvaða lög er algengt að fá á heilann?!?

Topp 5. lög sem ég fæ á heilann þessa daganna!

Númer 5.

BahamaBeach_2bBahama með Ingó og veðurguðunnum!

Það er samt aðallega ein setning plús viðlagið sem sest oft á heilann á mér: "Allar stelpurnar þar eru í bikíni"!

Á Bahama, heyyyy Bahama! 

 

 

 

 

Númer 4.

imgItem.222Þemalagið úr Stiklunum hans Ómars Ragnarsonar!

Þetta var mjög slæmt síðasta súmar, ég var alltaf að raula þetta &$%!# lag! 

Það sem var verst að það smitaði mikið út frá sér... áður en maður vissi voru allir farnir að raula þetta, jafnvel radda það!

 

 

 

 

 

Númer 3.

scary2Veit ekki hvað þetta lag heitir eða með hverjum það er, ég ætla ekki að google því en það hljómar eitthvernveginn svona:

Ég heiti Magnús, ég á mér snjóhús, sýni þar leikhús dag eftir dag.
Simsalabimbamkall, fáðu mér fimmkall....

Semsagt skelfing... hrein skelfin!

Ég er jafnvel farin að raula það núna! 

AAAAAAAAA! 

 

 

 

Númer 2.

 Meira frelsi með Mercedes club! Þetta lag er lím, það sogast inn í heilann þinnimage og þú ert syngjandi þetta lag allan daginn alla daga ómeðvitað. Sniðugt move að nota það í auglýsingu, það virkar!

Mercedes club er samt ekki að gera sig... alveg hræðileg live! 

 

 

Númer 1.

Chumbawamba2
Tubthumping með Chumbawamba!

Ég held að ég sé búin að vera með þetta lag á heilanum í nokkur ár... þetta er orðið sárt!

Það er ekki fyndið hvað þetta lag getur verið erfitt fyrir mann, en það góða við það að það er alveg sæmilegt.

Boy, Danny boy, Danny boy!

I get knock down, I get up again and ypu never gonna get me down.... eða eitthvað, eða allavega raula ég lagið svona!

 

 

 

Well, ég ætla að púlla allnighter í lærdómi í kvöld... próf á næstunni!

 Ave

Henný 


Fram þjáðir menn í þúsund löndum!

img_2845_krofuganga-klipptÍ dag var haldið upp á afmælið mitt. Það var mæting við Hlemm, Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur sá um undirleik við skrúðgöngu niður laugarveginn sem endaði svo á Ingólfstorgi á stórum útifundi, mér til heiðurs. Það voru ræðuhöld, skemmtiatriði og fjöldasöngur. Allt á afmælinu mínu! Æðislegur dagur!

Þetta var önnur kröfugangan hans Marinó Týrs og ég verð að segja, hann tekur sig mjög vel út með fána, "Sókn er besta vörnin" og svo bleikur feminista fáni! Svo dansaði hann með þegar Sprengjuhöllin fluttu "afmælis"lög með æðislegur viðlagi "GAS!".

Svo gengum við litla fjöldskyldan um gamla miðbæinn okkur til skemmtunar, kíktum á endurnar á tjörninni.

Ég sá kæran Utanríkisráðherra þarna í afmælinu mínu á Ingólfstorgi, ósköp er hún sólbrún og flott. Ég vissi að allar þessar utanlandsferðir væru að skila sýnu. Þetta var sannkölluð brúnka í boði skattborgara, mér varð illt! Smáranovitz félagi sagði "Þarna er the root of all evil" þegar hann sá hana, en ég vil ekki gerast svo kræf, hún er ábyggilega ágætis kona.

Ave

Henný afmælisbarn

18c í dag (21) 


Gonna take my mama out all night, gonna tell her what its all about!

Er ekki kominn tími á nýtt blogg... jú ég held það nú!

Ég held að það sé orðið óhætt að blogga núna þar sem svívirðinga aldan sem gusaðist yfir moggabloggara er nokkurn veginn liðin hjá. Það var nú meiri kjánaskapurinn, allt bloggsamfélagið dæmt út frá nokkrum rotnum eplum!

Annars er margt að frétta. Við höfum fengið nýjan sambýliskött, alveg æðislegan hnoðra! Þetta er svona blanda af norskum skógarketti og loðnum heimilisketti og ber hún nafnið Celestine Sara eða bara Sísí! Þetta þýðir að Marinó er ekki eini norsarinn á heimilinu!

 

P4250303
P4250305
 
Verð víst að klára þetta blogg seinna, það er verið að þrýsta á að ég komi á msn... meiri persónleg árás!
PC180305
 
Hérna er mömmu strákarnir mínir. Var að komast að því að Heimir er mun meiri mömmustrákur en ég hefði nokkurn tíman getað ímyndað mér, en það er bara sætt (í hófi)! Það útskýrir allavega afhverju að það var ég sé stóð upp á þaki og tengdi örbylgjuloftnetið, afhverju það var ég sem tengdi þvottavélina og internetið og afhverju að það er ég sem geri flest karlmannstörfin á heimilinu... ég er bara háflgerð Gyða Sóla!
En ég er sátt með mitt...
 
Ave
Henný í Kattholti 
   

 


Keyrðu mig heim... ég er fullur!

drunk01Frábærir þessir rússar!

Mér finnst að allir ættu að eiga einn!  Nahh, kanski ekki, svolítið dýrt að reka rússa, vodkinn kostar sitt! Kanski þegar "kreppan" er búin, þá getur maður pælt í rússa.

Annars vill ég benda á æðislega síðu með svona furðulegu dóti um hvað menn geta gert "óvart"!

Þessi hér!

Ave

Henný

P.s. Ég meinnti ekkert illt með þessu um rússana.... alls ekki!

P.s.2. Það er í alvörunni ekkert ljótt að hlæja að þessum sögum á síðunni sem ég benti ykkur á... ég geri það mjög oft! 


mbl.is Vaknaði með hníf í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NumaNuma yeah, NumaNumaNuma yeah!

Taumlaus gleði!

Sem "semí" eurovision aðdáandi er ég að fíla þetta. Myndbandið minnir mig samt svolítið á hérna feita gaurinn sem kollvarpaði internetinu með gríðarlegum vinsældum hérna um árið....

Þessi hér sko!

 

Frábært myndband!

Ave

Henný 


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já hann er..... alveg ofsalega frægur!

1120175906_svid_04

Ég held að ég sé með sjúkdóm. Þessi sjúkdómur magnast upp þegar líða fer að sumri og er í hápunkti rétt fyrir verslunarmannahelgi. Þessi sjúkdómur gýs upp í hvert sinn sem ég heyri Eyjalag eða fer ósjálfrátt að hugsa um Vestmannaeyjar. Finn ég þá ólgu í maganum, svona spennuólgu, og fer mig að langa til þess að syngja og spila á falskan gítar. Oft langar mig þá í reyktan lunda og flatköku og renna þessu niður með heitum, flötum bjór! Þessi sjúkdómur kallast "Þjóðhátíðar-syndróm" og herjar að jafnaði á fólk sem hefur farið á 1-15 þjóðhátíðir.... samt alveg æðislegur sjúkdómur!

Þessa stundina er þessi sjúkdómur að streyma um æðar mínar, ég fór nefnilega óvart að syngja Eyjalag. Venjulega næ ég að halda spenningum niðri en svo rétt fyrir vinnuhelgi fer ég að vera spennt. Hef reyndar heyrt það frá fólki sem ætlar með mér á Þjóðhátíð að það fer alltaf að hlakka til um leið og það heyrir í még og þegar það umgengst mig drjúga stund er það komið með flest einkenni "Þjóðhátíðar-syndrómsins"!

En ég hef verið að hugsa um hversu mikið að fólki maður umgengst dags daglega. Sumir að þessu fólki veit maður réttsvo hvað heita og ekki meir. Ég vil flokka samskipti við fólk á þennan veg:

Fólk sem maður kannast við.

Fólk sem maður veit hver er.

Fólk sem maður þekkir.

Fólk sem maður þekkir mjög vel.

Fólk sem maður þekkir betur en það þekkir sjálfan sig og það er stundum óþægilegt því maður veit allt um og það veit allt um mann.... jííííha!

Ég held að ég þekki flest fólkið sem ég vinn með en sumir veit ég bara hverjir eru. Ég held að þú þekkir engan vel nema að þú vitir hvað mamma þeirra heitir. Flesta í fjölskyldu manns þekkir maður mjög vel og suma allt of vel, mér finnst t.d. mjög pirrandi stundum hvað mamma þekkir mig vel og hversu vel ég þekki Heimi. Svo eru sumir sem koma manni alltaf á óvart!

Hversu vel þekkir þú mig?

7. einfaldar spurningar 

Ave

Henny 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband