Mamma mía, here I go again!

Hrein og bein söngvamynda upplifun!

Ég elska góðar söngvamyndir og nú stökk Mamma Mía upp í annað sætið yfir uppáhalds söngvamyndirnar mínar! ... og ég get með sanni sagt að hún er jafnvel betri í annað sinn sem maður sér hana.
Þetta er hin fullkomna "mæðgna mynd". Allir sem eiga mömmu eða dóttur ættu að bjóða þeim með sér á Mamma Mía, enda bauð ég bæði mömmu og Svölu systur á hana í kvöld, og það var æði. Ég meira að segja heyrði mömmu syngja með í nokkrum atriðum.

Nú á fimmtudaginn efnir frænka mín til stelpna kaffis fyrir stórfjölskylduna og þá meina ég STÓRfjölskylduna! Ég held mig hlakki til, því að þeir sem þekkja mig vita að ég er létt flippuð og viti menn, við erum allar svona í minni familíu... og það lofar bara góðu!

Þar sem þetta er hálf XX gena vika þá ákvað ég að skrifa einn svona "Stelpur rokka" disk... hann hljómar svona:

Joan Jett - I love rock 'n roll

Patsy Cline - Crazy 

Nena - 99 luftballoons

Yeah Yeah Yeahs - Date with the night

The Ting Tings - That's not my name

Bonnie Tyler - Total Eclipse of the Heart

Dolly Parton - 9 to 5

La Bouche - Be my Lover

Britney Spears - Crazy

Patti Smith - Dancing Barefoot

Janis Joplin - Me and Bobby McGee

Nancy Sinatra - These Boots are made for Walking

Aretha Franklin - Respect

Blondie - One way or Another

Brúðarbandið - Sid

Eitthverjar fleiri hugmyndir um frábært svona "stelpur rokka" lag?!?

Ave

Henný

P.s. Ég er farin að lesa Harry Potter aftur, ég elska Harry Potter! 


... and there's no time for fushing and figthing my friend!

Fjölskyldu leyndarmál og fjölskyldu drama fylgir öllum fjölskyldum. Í minni fjölskyldu semur okkur mjög vel og við rífumst mjög sjaldan og sjaldnast fylgir því alvara! Núna er svolítið hitamál í gangi og kemur það okkur öllum í fjölskyldunni við, bæði ungum sem öldnum....

.... þetta einstaka mál snýst um hina kyngimögnuðu Beverly Gray!

Hér má lesa allt um málið:

Stóra Beverly Gray málið! 

Ave

Henný 


... halla mér aftur með tunguna út!

Hvað gerir maður heima hjá sér þegar það er ekki hægt að þrífa meira?!?

Ég er búin að vera hálf vængbrotin í dag, húsið alveg glansar og það tekur þvottavélina um klukkutíma að þvo svo ég er eiginlega í pásu.... auk þess sofnaði pjakkurinn snemma. Ennþá meiri pása!

Ætli að það verði í bara sjónvarpskvöld í kvöld?

 striphandler

 

Ave

Henný 


.... því að ég er bliiiindfullur!

Sögur af Þjóðara 2008

Annar hluti

Sunnudags morgun klukkan 12:30

Eftir u.þ.b. þriggja tíma svefn opna ég annað augað og finn að ég er ennþá haugadrukkin. Morgunpartý eru greinilega ekki svo góð hugmynd, en síðasta morgunpartý stóð til 9:30 fyrr um morguninn. Ómeðvitað næ ég að fókusa linsulaus á félaga í neon appelsínugulum regnbuxum sem stendur yfir mér.

"Hey, hvaða fokking dagur er í dag?"

Segir félaginn mjög svo þvoglumælt og riðar á fótunum.

"Ha? Sunnudagur, líklegast.... nú?"

Segi ég, og finn að ég er líka svolítið þvoglumælt.

"Okey, svo ég er ekki búinn að missa af brekkusöngnum! Flott mál! En hey, smakkaðu blönduna mína!"

Hann réttir mér tveggja lítra fanta flösku með eitthverjum grunsamlegum vökva í, ég tek þennan *glúgg glúgg glúgg* sopa af sveitastelpu sið. Mig flökrar smá, en tek svo bara annan stærri sopa!

"Hey, þetta er geggjað"

Stend svo upp.... ég er ennþá í regnbuxunum og vá hvað hárið á mér er flókið! Well, mér tekst að rölta að ískápnum, næ mér í einn öllara og þá er sunnudagurinn hafinn. Ég og félaginn í neon lituðu regnbuxunum störtum svo þarna hádeigispartý og fyrr en varir er bara komið þetta flotta eldhúspartý! Enginn svefn á Þjóðhátíð!

 


Út í Elliðaey, situr lítill lundi....

Sögur af Þjóðara 2008

 Fyrsti hluti

Föstudags morgun um klukkan 4:30

"Bíddu, ætlar þú bara að vera *Sunna í Baði* núna?"

"Nei, ég er ekki *Sunna í Baði*! Ég er bara þreytt.... og flindbullust!"

"Okey, villtu þá leggja þig aðeins og koma svo aftur að djamma?"

"Já, kanski smá! Ég þarf reyndar að skreppa út á bryggju eftir klukkutíma að taka á móti Ungfrú Suðurland."

"Jámm, en góða nótt!"

Þetta var stutt lýsing af eina rifrildinu sem ég og Jagtehytten áttum á Þjóðara 2008. Við vorum báðar svolítið mikið undir áhrifum veiga Bakkusar svo þetta er bara nett lýsing í það sem mig rámar að hafi gerst. Ég var sú þreytta, enda var ég ótrúlega þreytt, og Jagtehytten sú sem vildi fara aftur að djamma meira, enda hafði hún lent á "sjéns" með sjómanni úr Keflavík sem var lærður sjúkraliði og drakk dry Koskenkurva og var mikið fyrir að leiða okkur og hikaði ekki við að lemja þá sem sögðu eitthvað óviðeigandi við okkur.... og hét Jórunn!

Þegar ég hugsa út í það voru það helvítis mistök að ná í Ungfrú Suðurland út á bryggju þennan morgun, einnkum af því að ég var svo þunn að ég vara samasem veik og eyddi síðan megnið af næsta degi faðmandi klóssettskálina. En reyndar sáum við gaur sofna á bryggjupollanum og rúlla fram fyrir sig og beint út í sjó.... það var sko sjón að sjá!

Ave

Henný 


Hole lot a shaking going on!

Hér kemur blogg um ekki neitt! 

Það er svo margt sem mig hefur langað til að blogga um undanfarið en ég hef bara ekki alveg meikað að setjast niður og byrja. Hér eru nokkur dæmi:

- Þetta fjárans ísbjarnafár! Talandi um að gera veður út af engu!

- Greyið hann Keikó, enginn gefur sér tíma í að heimsækja gröfina hans lengur og nú hefur verið ákveðið að leggja ekki meiri pening í viðhald á henni!

- Vestmannaeyjarferð okkar Marinó Týrs. Þar eyddi ég tíma með mínum æðislegu frændum, ég vissi alveg að þeir væru frábærir, en svona frábærir vissi ég ekki!

- Marinó lærir u.þ.b. 15. ný orð á hverjumj degi. Eitt það nýjasta og ofnotaðasta er orðið "skítafíla" eða "ítaíla"!

- Hvað Heimir er góður strákur!

- Að ég er loksins búin að fá smið í að fixa húsið mitt. LOKSINS!

- Um það að það eru aðeins 34. dagar í Þjóðhátíð og ég get ekki alveg ráðið  við mig að spenningi! Þetta eru eins og jólin, bara 30. sinnum betra. Þeir sem þekkja mig vita hvað mér finnst um jólin svo að líkja hlutum við jólin er ekki gott að mínu mati! En ég er alveg að fara á Þjóðhátíð, bara eftir smástund!

- Um hvað sjúkdómafræði er fræðandi! Ég held að sumarskóli hafi verið frábær ákvörðun!

- Um hvað lífið er yndislegt!

Þetta var blogg um ekki neitt!

 striphandler


Ég heyri fornar raddir, hvísla fornan seið...

Eftir að hafa verið að vefra mikið á netinu síðustu nótt lenti ég inn á síðu sem er eins og sniðin fyrir mig og mína forvitni. Þetta var síðan Encyclopedia of Haunted Place!

Á þessari síðu fór ég að lesa um yfirgefna spítala, ég sem vissi ekki einu sinni að svoleiðis væri til! Þetta þekkist víst út í hinum stóra heimi..... þótt ótrúlegt sé.

Hérna heima þekkjum við þetta líka, öll litlu bæjarfélögin fyrir vestan sem voru yfirgefin þegar síldin hvarf.

Það er samt eitthvað sem mér þykir svo magnþrungið við svona yfirgefna staði, eins og Heilsugæslan þarna í Árbæ verður líklegast, það er eitthvað svo dularfullt og spennandi!

Ravenspark Asylum

03%20~%20Asylum%20Shot

Ravenspark Asylum er staðsett í Irvine, Skotlandi. Spítalinn hýsti þá geðveiku, gömlu og þá sem enginn kærði sig um. Árið 1995 hætti starfsemin á spítalanum og staðurinn var yfirgefinn með umbúinn rúm, hjólastóla og margt annað, það leit víst út eins og að einn daginn hafi enginn mætt í vinnu. Í dag er spítalinn vinsæl fyrir áhugamenn um afturgöngur því talið er að þar sé mikill draugagangur.

Hérna eru nokkrar myndir frá Ravenspark Asylum... skuggalegt!

 

6146667_3c873d7d01

 

 

 

6145540_4a1b04a94a

 

 

6146668_e6311af1eb
6145541_cb7184d4e4
 
1279066967_5ca18fda66

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Charles Camsell Hospital
camsellhm5
 
Charles Camsell Hospital er staðsettur í Edmonton, Alberta. Þessi spítali var byggður árið 1967 og var síðan lokað árið 1996 og starfsemin var færð í annan spítala nær miðbænum.
Sagt er að mikill draugagangur sé í spítalanum og segir margir frá röddum sem þeir heyra frá geðdeild spítalans. Rödd sem heyrist hvað oftast er í ungri stúlku sem spyr: "When are they coming?", sagan segir að hún sé að spyrjast fyrir um hvenær foreldrar hennar komi að ná í hana. Einnig segir frá eldri hjónum sem segja: "We wasn't supposed to be here". Sagan segir líka að þegar spítalinn var yfirgefinn lá fólki svo mikið á að það gleymdist meira að segja að þrífa upp blóð í einni skurðstofunni og séu ennþá blóðslettur á gólfinu þar!
Það sem mér finnst magnaðast við þessa yfirgefnu bygginu er stærð hennar, þvílík bygging! Fólk sem gegnur framhjá spítalanum talar oft um að því finnist eins og að augu horfi á þau úr hverjum glugga!
 
Hér eru nokkrar myndir:
n645326567_706242_2714
n645326567_707325_4888
n645326567_707326_5162
 
Ég veit ekki um ykkur en mér þykir þetta nokkuð áhugavert, en hvort ég trúi þessu, það er annað mál!
 
Ave
Henný
 
P.s. Ég held að það hafi ekki verið sniðugt að skrifa þetta blogg á næturvakt á "semí" spítala... þá fer svolítið um mig! 
 

 


mbl.is Heilsugæslunni gert að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont og það versnar!

Það hlaut að koma að þessu...

Eftir að hafa séð verðið hækka smám saman undanfarið hef ég haldið ró minni og hugsað að það geti ekki mikið vesnað og að þetta fari nú að lagast.

En nú er nóg komið, þetta er orðið ógeðslegt! Mig langar svo mikið að æla á næstu bensíndælu sem ég sé!

Kanski að það ætti að vera mótmæli okkar frónverja, að æla á bensíndælurnar... þá hefur enginn lyst á því lengur að dæla bensín úr út ældri bensíndælu!

Ojj, mér verður hálf flökurt við tilhugsunina! 

Tuðkonan kemur fram í mér við svona umfjöllun...

"Hvað á þetta á þýða!?!"

Ave

Henný 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kveiki einu kerti á...

Þvílíkur óhugnaður! Ég sé eftir að hafa lesið þessa grein, mér líður illa inn í mér....

Ég er ekki mjög trúuð manneskja og lítið fyrir tilfinningarlega hluti en ég vona svo sannarlega að þessi móðir og börn hennar þrjú fái sitt sæti á himnum og ég mun ábyggilega kveikja á kerti fyrir þau annað kvöld...

Ave

Henný 


mbl.is Lífstíðarfangelsi fyrir fjögur morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á palli, inn í skógi, illadrukkinn.... vonandi skemmtið ykkur...

Stuttri og blautri útilegu fjölskyldunar á C6 lauk í morgun þegar Týra litla tókst að skíta út síðustu buxurnar sem teknar voru með og var farinn að leika sér í náttbuxunum.

Ferðinni var heitið í Skaftafell og það var planið að vera eins lengi og Týri ætti föt, miðað við það sem ég pakkaði reiknaði ég með að við færum heim seinnipart sunnudags en vegna óvenju mikillar rigningar var lagt af stað heim fyrir 9. í morgun.

Okkur tókst samt það þrekvirki að burðast með kerruna upp að Svartafossi, 1,5 km upp á við. Svo fékk Týri að sulla öllum lækjarsprænum sem hann sá, sem útskýrir kanski að öll fötin hans voru blaut svona snemma.

Sem móðir þá hef ég mikið vellt fyrir mér hvenær það verði sem sonur minn fari að tala við mig um stelpurnar sem hann er skotinn í, og ekki átti ég von á að það myndi gerast þegar hann er aðeins tveggja og hálfsárs!

Mamma: Marinó, mamma er svolítið mikið skotin í þér. Þú ert svo æðislegur strákur! Ert þú skotinn í mömmu líka?

Marinó: Neihh, Marinó skotin Auður! (Hann sagði reyndar: Maaíjó skoti Auju!)

Mamma: Núhh? Er hún kærastan þín?

Marinó: Jááá!

Og svo kom svona u.þ.b. hálftíma sögustund um Auði á leikskólanum og meiddi og bíbí sem kisa kom með inn!

 Með þessu áframhaldi ætti ég von á að verða amma 31. árs?!?

En að öllu gamni slepptu þá er ég frekar mikið slöpp núna, er með bullandi gustus í pjásus (blöðrubólgu) og allt sem því fylgir. Tók inn eina Erymax og þrjár útrunnar Primazol, ætli þetta sé hættulegur kokteill?!?!  Ef svo er þá ætti ég að krota niður erfðaskránna mína í flýti..... En þetta er víst fylgikvilli þess að fara í útilegu í rigningu!

Ave

Henný 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband