12.4.2008 | 21:00
Kílóið af súpukjöri hækkaði í dag....!
Ég efast um að Ississ sé ánægð með matarinnkaup fjölskyldunnar. Í dag fór hún sjálf að versla, verslaði þennan fína kjúkling, ég segji kjúkling því að greyið fuglinn var svo illa leikinn að það sást ekki hvaða tegund hann var. Reyndar gleymdi hún að elda hann. Það var semsagt kalt borð undir rúminu okkar hjá kettinum í dag. Afar geðslegt það!
Fiður út um allt hús, grenilega hamagangur á Hóli!
Þess vegna var allt húsið tekið í gegn, öll gólf þrifin og allt látið glansa... við þrifum meira að segja veggina!
Betri eru tveir fuglar í skógi en einn tættur í klessu undir rúmi hjá mér!
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 02:48
Take a walk on the wilde side!
Hef verið að spá í að breyta göngulagi mínu, vantar eitthverja breytingu núna. Er búin að vera að reyna mismunandi gangtegunir undanfarið en er ekki alveg að finna mig.
Er búin að reyna kæruleysislegt svona "mér er alveg sama" göngulag. Gekk ekki, fékk allt of mikinn verk í herðarnar.
High fashion aka Tyra Banks American next top model göngulag. Bakið var alveg að drepa mig eftir það, auk þess er þetta göngulag lítur ekki vel út í strigaskóm því að ég geng aldrei ALDREI í hælum!
Harlem street walk. Það virkar alls ekki, er allt of hvít!
Ég prófaði að valhoppa í staðinn fyrir að ganga. Þetta gerði mig nú bara þreytta.
... Ég jafnvel reyndi svona kryppu dæmi. Vá, ekki kúl!
Ég held að það sé þá bara silly walk aka Monty Python stile!
Eitthverjar hugmyndir?
Ave
Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 02:36
Ég ætl'að verða rosalega mikið meira en vöðvastælt...
Jæja, nú er það svart!
Næringarfræðiverkefnið mitt sagði mér að ég væri of þung miðað við hæð mína. Næringarfræðiverkefnið lét ekki þar við sitja heldur sagði mér líka að ég væri að borða allt of óhollan mat og fengi ekki nóg af C- og D-vítamíni og járni en ég innbyrði of mikla fitu. Næringarfræðiverkefnið sagði mér ískaldan sannleikann, það að nú sé kominn tími til að hugsa út í hvað ég er að borða.....
.... svo ég byrjaði á "duftinu"!
Héðan í frá er það "duft. Ég er ekki að tala um neitt varasamt "duft", hell no, þetta er nú bara ósköp saklaust Herbalife. Svo fékk ég svona agalega góðar próteinstangir með, sem ég mun pottþétt misnota sem nammi, afþví að þær eru súkkulaðihjúpaðar, líklegast bara soja kjaftæði en súkkulaði enga að síðu!
Ég og Sólveig vinkona fengum þá hugmynd hvort það væri ekki sniðugt að drekka vodka út í Herbalife sjeik. Ef þið hugsið út í það þá er alltaf verið að segja að maður eigi að borða áður en maður fer að sofa eftir djamm til þess að forðast þynnku, en með þessari aðferð ertu að borða og drekka á sama tíma. Hrein snilld, þótt ég efast um að vodka-Herbalife sjeikur sé góður!
Herbalife getur samt ekki verið alslæmt. Mamma tekur inn eitthverjar svona þaratöflur (Spiroline eða eithvað) sem hún segir að séu svo góðar fyrir mann. Aftur á mót hef ég enga trú á þessum töflum en þá kom mamma með kjánalegan punkt. Hún sagði að þari kemur frá náttúrunni og hún efaðist um að það sem náttúran gæfi okkur væri óhollt fyrir okkur. Til þess að afsanna þessa kenningu mömmu er hægt að koma með svo mörg dæmi að það væri bara kaldhæðið og fyndið!
Er í vinnunni, hin æðislega næturvaktarvika er alveg að verða búin. Lenti í skemmtilegu atviki áðan. Hérna í"nýja-gamla" húsinu er einn skemmtilegur félagi og hann var einmitt eitthvað að kalla og tala mikið svo ég ákvað að fara og athuga hvort það væri ekki allt með feldu.
Ég: Er ekki allt í lagi félagi?
Hann: Ha? Er einhver hérna inni eða er ég bara að tala við sjálfan mig?
Ég: Ég var að koma inn svo núna ertu að tala við mig en áðan varstu að tala við sjálfan þig.
Hann: Jahá, það er allt í lagi að tala við sjálfansig ef maður er skemmtilegur!
Nokkuð góður punktur hjá honum, á pottþétt eftir að nota hann í framtíðinni!
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 22:50
Holiday... celebrate!
Verð að segja að það er nokkuð leiðinlegt að ég muni ekki sjá Madonnu taka Like a Virgin á sviði, nema náttúrulega að mér verði boðið í brúðkaup hjá einhverjum auðmanninum, eins og það gæti gerst!
Ætla samt að taka eitt svona Topp 5. í tilefni fréttarinnar.
Topp 5. Madonnu lög!
5. La isla bonita
Tropical the island breeze,
all of nature wild and free,
this is where I long to be.
La isla bonita.
And when the samba played,
the sun would set so high,
ring through my ears and sting my eyes.
Your spanish lullaby.
- Virkilegur sumarfílingur í þessu lagi... Hressandi! Ég er bara komin á ströndina (líklegast La isla bonita) með kokteil í annari og Quick Tan í hinni!
4. Papa don't preach
Papa dont preach, Im in trouble deep.
Papa don't preach, I've been losing sleep.
But I made up my min, Im keeping my baby, oh
Im gonna keep my baby!
- Mér finnst svona smá feminista bragur á þessu lagi, hún er sterk og getur alveg hugsað um barnið sitt! Flott lag!
3. Like a Virgin
I made it through the wilderness,
somehow I made it through.
Didn't know how lost I was
until I found you!
- Svoleiðis elska þetta lag. Leiðinlegt að hún ætlar ekki að taka það oftar á tónleikum. Er svolítið svona ef Lou Reed myndi hætta að taka Take a walk on the wild side, eða ef U2 myndi hætta að taka One eða Beautiful day!
2. Material Girl
Some boys kiss me, some boys hug me,
I think they're ok,
if they don't give me proper credit,
I just walk away.
- Djamm hittari af bestu gerð... fíla þetta lag í botn!
1. Like a Prayer
- Æðislegt lag!
Í seinni fréttum er það að frétta að Mía Litla er eins árs í dag, sem þýðir að Týr rúnin sé það líka! Fólk spyr mig oft hvort ég sjái eftir að hafa skellt Míu Litlu á mig eða hvort ég sé komin með leið á henni, en ég get ekki sagt það. Ef eitthvað er held ég að Míu Litlu heimspekin hafi bara hjálpað mér. Ég er aldrei ein, ég er með Míu Litlu!
Ave
Henný
Sprautaði Timberlake í rassinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2008 | 19:00
Eninga meninga...
Skrítið, nú er verið að segja að allt sé að fara til fjandans, massív verðbólga og allt að hækka og krónana að hrynja. En ég finn ekkert fyrir þessu! Ef eitthvað er þá hef ég það betur eftir því sem allt fer lengra norður og niður. Við erum nú ekki hátt launuð hérna litla fjölskyldan en við erum alveg að meika það! Ég held að málið er að við erum ekkert að eyða meira en við þurfum og lifum ekkert hátt. Kanski er málið að á meðan Heimir var "atvinnulaus" þá lifðum við eins og serbar, núðlur og sardínur, afgangarnir nýttir út í ystu æsar. Kjúklingaréttur varð að köldum kjúkling í hádeiginu daginn eftir sem varð að ommulettu með kjúkling eða kjúkling ofan á brauð. Ég held að ef við íslendingar hættum að eyða meiru en við þurfum og förum að fatta að það er ekkert góðæri í gangi þá reddast þetta. Þótt að landið sé kanski ekki vel rekið þá er bara málið að reka fjölskylduna vel og til fyrirmyndar!
Úr einu í annað, það var mæðgnadagur í dag. Við skruppum á Selfoss í Bónus og á KFC eða "nammí tjúli" eins og Týri kallað það. Þegar við vorum að leggja af stað spurði ég Týra hvort hann væri ekki svolítið spenntur yfir að fara á Selfoss:
"Neihh..."
... og svo spurði ég hann hvert hann vildi fara þá sagði hann:
"Afi kisa!"
Mig grunar sterklega að afi kisa sé Gylfi því hann á kisu og er svona ská afi. Ef Marinó fær ekki plús hjá honum núna þá veit ég ekki hvað!
Mamma kom í heimsókn áðan og ákvað að stela honum í kvöldmat hjá sér svo nú er ég ein heima, í fyrsta skiptið í langan tíma...
Ave
Henný
Segir Ísland afar vel rekið land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Betra er að vera laukur í lítilli fjölskyldu en strákur í stórri!
Þetta var málshátturinn í eggi sonar míns og á hann nokkuð vel við.
Ég hef alltaf vitað að sonur minni er nagli, enda var það hugsunin frá fyrsta degi, að gera hann að flottum nagla með leynda tilfiningalega hlið. Ég veit ekki hvort það er sykurinn sem er að tala hjá honum en allavega hefur hann verið svolítið agressive í dag. Það þorna allavega ekki tárin hjá litla frænda 3. ára útaf eitthverju sem Týri minn gerði, hvort sem það er eitthvað líkamlegt eða andlegt! Nú stendur hann spenntur og fylgist vel með þegar Amma Stína bakar vöflur, hann hefur mikinn áhuga á allri eldamennsku. Hann verður semsagt svona nagli sem er fær í eldhúsinu og grætur í laumi yfir væmnum bíómyndum og elskar mömmu sína!
Eitt skemmtilegt vinnusaga hérna. Ég vinn á alveg frábærum stað, hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna. Í gær var ein konan eitthvað slöpp og ég átti að hitamæla hana. Ég ákvað að taka eina duglega helgarstelpu með mér í verkið. Þegar við erum að byrja að mæla hana verður hún eitthvað reið og fúl og segir: "Ég veit alveg hvað þið eruð að gera þarna aumingjarnir ykkar. Þið eruð að leita að peningum!" Humm, við ekki alveg að ná þessu og unglingstelpan spyr: "Erum við að leita að peningum í rassinum á þér?!?". Skjólstæðingurinn bregst fljótt við og segir: "Jáhá, ég geymi þá þar!" Við helgarstelpan ákváðum bara að flýta okkur og koma okkur út svo við yrðum ekki sakaðar um frekari þjóðnað, guð má vita hvað hún geymdi fleira þarna uppi!
Jæja... ætti ég að skreppa með liðið út í fótbolta?!?
Ég hefði gott af því og þeir líka...
Ave
Henný
P.s. Ætla að biðja ykkur að fara inn á þessa slóð og kjósa Herdísi Sif. Þetta er stelpa sem ég er að vinna með og hún á skilið að vinna þetta. Enginn smá metnaður í gangi!
Takk fyrir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2008 | 06:45
Ohh, what a beautiful morning!
Erfiðasti tími næturvaktarinnar eru mínúturnar áður en morgunvaktin kemur!
Ég sit og horfi á klukkuna, horfi á vegginn og hlusta á klukkuna, horfi síðan aftur á klukkuna og dæsi. Svona líður síðasti hálftíminn af næturvaktinni. Þessar mínútur sem ég vil að líði sem hraðast eru oft svakalega leiðinlegar.
Besti tími dagsins er þegar ég kem heim og strákarnir mínir eru að vakna. Elska að kúra aðeins með þeim vitandi að um leið og þeir eru farnir út í daginn má ég sofa mína unaðslegu sjö tíma. Þetta er ágætt líf!
Oftar en ekki verð ég þreytt á strákunum mínum og verð hálf pirruð, en hverja mínútu sem ég er ekki með þeim þá sakna ég þeirra og hugsa stanslaust um þá..... ég held að þetta sé að vera ástfangin!
Ég er sátt...
-Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 06:17
Lets get physical, physical!
Nú er ástand!
Þvílíkt og annað eins ástand og vitleysa!
Ég svitna eins og Pavarotti og er móð eins og versti asmasjúklingur!
Nú er nóg komið, þetta er orðið ógeðslegt!
Samkvæmt nýjustu greiningu minni fann ég út að ég er í einu versta líkamlega formi sem ég hef á ævi minni verið í. Ég hef sama sem ekkert þol og svitna og verð móð við minnsta átak! Ég get ekki einu sinni tekið "pissurúntinn" í vinnunni án þess að taka mér pásu! Samt er ég ekkert með eitthverja svona "extra keppi", langt frá því... fékk nóg af þeim hérna áramótin 2006-2007 þegar ég breyttist í eitt stórt "extra keppa" safn, læt það ekki gerast aftur! Nú er það bara formið og þolið.
Nú er nóg komið, ég ætla að gera eitthvað í málinu...
Ave
Henný
(sem er farin út að hlaupa og sippa.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 14:12
Þeir greidd'í píku....
Um daginn bauð Heimir mér í leikhús, fórum að sjá Sólarferð. Fínnt stykki, en það sem mér fannst mest heillandi var að við fengum sæti á svölunum með frábært útsýni niður á kollvik allra sem sátu fyrir neðan. Alveg frábært sko, að sjá og meta alla þessa skondlegu skalla! Ég reyndi samstundis að búa til leik úr þessu útsýni, leikurinn "ég hugsa mér skalla". Svo var alveg frábært að sjá að sumir virkilega reyndu að fela skallann með svona combover, það var fyndnast. Heimir fannst þessi leikur ekkert sniðugur, enda á hann líklega eftir að vera sköllóttur í framtíðinni!
En af öðrum tíðindum úr sveitinni.... ég á nýja þvottavél, gleði, gleði! Hin bara bókstaflega sagði upp eftir mikla notkun, á tímabili misnotkun ef Ississ er spurð um málið. Núna er ég alveg duglegust í heimi að þvo þvott og til þess að bæta ástandið þá er þurrkur úti, það eru bara jólin, svo mikil hamingja og læti! Nú er bara spurning hvernær spilaborgin hrynur og hlutirnir hætta að ganga upp hjá mér, vonandi ekki strax þar sem mér líkar vel við þetta góðæri!
Týri er sofandi, vaknaði klukkan sex í morgun, fór þá að pota og toga í hár foreldra og syngja þar til að Heimir gafst upp og fór frammúr með hann. Ég gefst ekki svo auðveldlega upp!
Síðasta miðviudag var leikfimisýning hjá leikskólanum hans Týra. Auðvitað var ég mætt á staðinn að horfa á prinsinn minn en um leið og hann sá móður sína varð þessi leikfimisýning bara aukahlutur, miklu skemmtilegra að væla í fanginu á mömmu sinni. Þrátt fyrir að Heimir sé strax farinn að virkja hann í boltanum eru svona leikfimisýningar ekkert skemmtilegar að hans mati. Alls enginn íþróttaálfur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2008 | 23:20
... nýbakað og malað, beint frá Brasilíu!
Í dag uppgötvaði ég nýjan drykk. Þessi drykkur er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Langmesta framleiðsla þessa drykks fer fram í Brasilíu. Þessi drykkur er afar koffínríkur. Þetta er drykkurinn kaffi! Ég hald að ég geti formlega sagt að í dag byrjaði ég að drekka kaffi.
Málið var að ég var yfir mig þreytt í vinnunni í dag, alveg sko að sofna, enda deildinn mín svolítið erfið núna. Til þess að koma í veg fyrir að sofna fékk ég mér einn bolla, og síðan annan, og annan og svo var vaktin búin. Þá fór ég heim til mömmu í hálfgerðu koffínsjokki og hélt áfram að drekka kaffi með henni. Mömmu minni hefur lengi dreymt um að geta sest niður og fengið sér kaffibolla með uppáhalds dóttur sinni og í dag varð af því!
Í koffínsjokki ákvað ég að drífa mig út á róló með Týra, Vigra og Svölu. Vigrinn gafst snemma upp, of kalt... en hin tvö voru alveg óð! Í fyrsta skipti í kanski svona sex ár fór ég að vega salt. Svala og Týr sátu á öðrum endanum og ég hinum og vá... ég var alveg gjörsamlega búin á því eftir svona 3. mínútur! Ekkert smá erfitt að vega salt! Og krakkarnir hlógu bara af mér!
Heimir fór á æfingu í kvöld svo ég og Týri vorum ein heima... það var mjög kósý!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)