Shake your groove thing!

Long time no seen!

Hef verið svolítið plank í bloggbankanum undanfarið, það hefur líklegast bara þurft aðeins að hrista upp í mér, aðeins að hrista databasið í kollinum mínum... og það gerðist í "Hristingnum mikla" dag...hehe, smá aulahúmor!

Hef verið með þetta awesome blogg í huganum undanfarið, bara veit ekki hvernig ég á að koma því frá mér, kanski bara að sletta því fram eins og illa lyktandi sokki.

Hugmyndin var að blogga um svona "feelgood" kvikmyndir sem hafa bjargað mér í gegnum árin...

Frá framleiðenda listans yfir lög sem festast á heilanum á manni... Listans yfir stórviðburði ársins 1999 og Listans yfir Hræðilegustu "date" ever kemur....

Listinn yfir frábærar "Feelgood" myndir sem ég hef dýrkað í gegn um tíðina!

Top 10!

Númer 10.

Beethoven

7111 Svala Marý litlasystir reyndi á tímabili að rústa góðri mynd með því að horfa á hana svona u.þ.b. 11. sinnum á dag, það var skelfing! Þá sat hún í fjólubláu kerrunni sinni með þrjár snuddur og drakk "heitt" á meðan afi dottaði í brúnastólnum.

Ég held einmitt að ein aðal ástæðan fyrir að mér líður alltaf vel að hugsa um þessa mynd sé þessi minning um Svölu Marý og afa, þetta var þeirra mynd og þau eru pottþétt í Top 10. frábærustu manneskjurnar sem ég elska.

Myndin er kanski svolítil Disney klisja og samt svo sæt. Auðvitað eins og allar góðar hugmyndir sem Disney fær, þurfa þeir að nauðga hugmyndinni með því að búa til endalaus framhöld sem verða alltaf hver annari verri.... og þá endar þetta svo sorglega að á endanum komast myndirnar ekki einu sinni í bíó, góðan daginn föstudagsmyndin á Rúv!

 

 

Númer 9.

Sound of Music

B00005AA0L.02.LZZZZZZZ Talandi um nostalgíu!

 Ég er og hef alltaf verið forfallinn söngvamynda aðdáandi og þessi söngvamynd er svo sæt og yndisleg.

Julie Andrews fer á kostum, svo einlæg og skemmtileg... og svo eftir að hafa horft á myndina svona 1000 sinnum kann maður orðið öll lögin og raular með, sem gerir það reyndar alveg ómögulegt fyrir aðra að horfa á myndina með mér, þar sem ég syng alls ekki fallega, meira svona eins og kvalinn köttur!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Númer 8.

Stella í orlofi

180px-Stella_i_orlofi_VHSVið systkinin förum oft í keppni hvor getur vitnað í flestar setningar úr Stellu í orlofi. Siggi bróðir var kanski svona fjagra ára þegar hann sagði:

"Bára komin í bleyti og majónesan er orðin gul"

... og svo kemur reglulega:

"Egg! Egg!.... við seljum engar landbúnaðarvörur!"

.... og þessi klassíska:

"Herre Gud!"

Þessi mynd er snilld, eitt af þjóðarstolti okkar íslendinga.... "og alle laxefiskana".... "er det partur of progammet?"

Stella er kjarnakona, þegar ég verð stór ætla ég að verða alveg eins og Stella. 

Númer 7. 

Josie and the Pussycats

10113Ef þessari mynd var ekki nauðgað í hengla... þessi mynd kynnti mig fyrir svona stelpu-pönkrokki, ef pönkrokk má kalla.

Veit ekki afhverju en mér líður alltaf vel eftir að hafa horft á þessa mynd.

Þegar ég var yngri var það hefð að taka þessa mynd á leigu hvern föstudag, eftir að ég tók hana í kanski áttunda skipti gaf kallinn á videoleigunni mér myndina, ég var víst sú eina sem leigði hana og hann var farinn að fá samviskubit yfir því að hirða af mér 450 kr hvern föstudag. Þetta gerði mömmu ekkert ánægða, þetta var hálfgerð heilabilun! 

 

 

Númer 6.

Love Actually

Love%20Actually%20poster%203Svo sæt...

Svo fyndin...

Svo einlæg...

Svo jólaleg...

Svo rómantísk...

Svo væmin...

... ég er farin að gubba!

Fín mynd enga að síður! 

 

 

 

 

Númer 5.

10. things I hate about you!

10_Things_I_Hate_About_You_001Heath Ledger með sítt dökkt hár, ekkert smá flottur...

Unglingamynd sem ég get horft á aftur og aftur.

 

 

 

 

 

 

 

Númer 4.

Lion King

Walt%20Disney%20-%20Lion%20King%20family%20dimÓ, hver fór ekki að gráta þegar Múfasa dó?!?

Hver elskar ekki Tímon og Púmba?!?

Þetta var ein af fyrstu myndunum sem ég fór á í bíó, ég man að ég fór með Siggu frænku svo þessi mynd er svolítið tengd minningum mínum um allar þessar frábæru bíóferðir með Siggu frænku.

Frábær mynd og pottþétt "feelgood" mynd, hér skiptist á hlátur og grátur! 

 

Númer 3.

A Very Brady Sequel

200px-Very_brady_sequelThe Brady family er skrautleg, jafnvel svolítið skrítin á köflum. Ég held að allir gætu fundið sig í eitthverjum karakter úr fjölskyldunni, djí, ég held að the Brady Family eigi skilið sér blogg hjá mér, þetta er svo mikil pæling...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Númer 2.

Sódóma Reykjavík

SodomaFrábær mynd...  

Númer 1.

Rocky Horror Pictureshow

Ó, ef þú þekkir mig veistu hversu mikið ég elska þessa mynd....

It's just a jump to the left! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HALLÓ hvar er myndin mín???????með goldý...foul play.....ertu búin að gleyma henni? eða foot loos....nei þú varst ekki til þá árið 1200 og súrkál.

arny (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

"The hills are alive with the sound of MUSIC".......!!

  Svo var það myndin með henni Aliciu Silverstone....sem ég horfði 29.799 sinnum á með þér og Tinnu Rós....hjálpuðu nýju stelpunni í skólanum og hún aðalskvísan varð svo skotin í skástjúpbróður sínum....eða eitthvað svoleiðis.  Hvar er hún???

  Frábær færsla Roll





Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Shine með Geoffrey Rush er ein sú albesta mynd sem ég hef séð. Mér dettur eiginlega engin önnur í hug svona í svipinn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband