Já hann er..... alveg ofsalega frægur!

1120175906_svid_04

Ég held að ég sé með sjúkdóm. Þessi sjúkdómur magnast upp þegar líða fer að sumri og er í hápunkti rétt fyrir verslunarmannahelgi. Þessi sjúkdómur gýs upp í hvert sinn sem ég heyri Eyjalag eða fer ósjálfrátt að hugsa um Vestmannaeyjar. Finn ég þá ólgu í maganum, svona spennuólgu, og fer mig að langa til þess að syngja og spila á falskan gítar. Oft langar mig þá í reyktan lunda og flatköku og renna þessu niður með heitum, flötum bjór! Þessi sjúkdómur kallast "Þjóðhátíðar-syndróm" og herjar að jafnaði á fólk sem hefur farið á 1-15 þjóðhátíðir.... samt alveg æðislegur sjúkdómur!

Þessa stundina er þessi sjúkdómur að streyma um æðar mínar, ég fór nefnilega óvart að syngja Eyjalag. Venjulega næ ég að halda spenningum niðri en svo rétt fyrir vinnuhelgi fer ég að vera spennt. Hef reyndar heyrt það frá fólki sem ætlar með mér á Þjóðhátíð að það fer alltaf að hlakka til um leið og það heyrir í még og þegar það umgengst mig drjúga stund er það komið með flest einkenni "Þjóðhátíðar-syndrómsins"!

En ég hef verið að hugsa um hversu mikið að fólki maður umgengst dags daglega. Sumir að þessu fólki veit maður réttsvo hvað heita og ekki meir. Ég vil flokka samskipti við fólk á þennan veg:

Fólk sem maður kannast við.

Fólk sem maður veit hver er.

Fólk sem maður þekkir.

Fólk sem maður þekkir mjög vel.

Fólk sem maður þekkir betur en það þekkir sjálfan sig og það er stundum óþægilegt því maður veit allt um og það veit allt um mann.... jííííha!

Ég held að ég þekki flest fólkið sem ég vinn með en sumir veit ég bara hverjir eru. Ég held að þú þekkir engan vel nema að þú vitir hvað mamma þeirra heitir. Flesta í fjölskyldu manns þekkir maður mjög vel og suma allt of vel, mér finnst t.d. mjög pirrandi stundum hvað mamma þekkir mig vel og hversu vel ég þekki Heimi. Svo eru sumir sem koma manni alltaf á óvart!

Hversu vel þekkir þú mig?

7. einfaldar spurningar 

Ave

Henny 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ekki gleyma ég ól þig líka svo vel upp og hef alltaf rétt fyrir mér.....

árný (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband