My house, in the middle of the street!

Heimili okkar er týpískt "barnaheimili". Veistu hvernig ég veit það? Nú sko, það er stundum ekki auðvelt að sjá í fljótu bragði hvernig fólk á heima á hvaða heimili, en hérna í okkar húsi ætti það ekki að fara framhjá nokkrum manni. Það er líka nokkuð augljóst að fólkið sem á heima á okkar heimili er ungt og svolítið flippað. Hér eru nokkur dæmi:

  • Inn á baðherbergi eru fjórar mismunandi gerðir af barnatannkremi. Við erum með Póstin Pál, Steinrík, Shrek og otrinn Bobby sem er með jarðaberjabragði.
  • Einu skiptin sem það sést í eldhúsborðið er þegar von er á gestum. Annars er það þakið blöðum, litum, bókum, bæklingum, myndum, leikföngum og alls konar dótaríi.
  • Inn í stofu er risastórt plakgat af Joda, ekki af því að við fílum Star Wars, heldur af því að Joda er kúl. Use the force.
  • Sú list sem er ríkjandi upp á veggjum er pop art. Við erum með Wall of Fame... þar eru myndir af uppáhalds stjörnunum okkar.
  • Í hverju herbergi eru leikföng.
  • Það er mjög sjaldan búið um rúm á okkar heimili.
  • Við erum með Hugleiks myndir upp á vegg.
  • Talvan er alltaf í gangi.
  • Sjónvarpið er oftast í gangi og stillt á Disney Chanel... þótt að enginn sé að horfa á það og þrátt fyrir að Týri sé ekki heima.
  • Hér er oftast kveikt á kertum.
  • Það er alltaf eitthver leikföng og drasl út í garði.
  • Það er alltaf köttur sofandi inn í stóra herbergi.
  • Við tölum ekki um hjónaherbergi heldur Slotið hans Týra og Stóra herbergið.
  • Það er alltaf tekið vel á móti öllum sem koma í heimsókn en aldrei til heitt á könnunni eða kaffi og með því en alltaf til pepsí og nammi!

Ave

Henný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, ekkisens kaffileysi er á þér barnakona.  En Joda er virkilega, rosalega, frábærlega kúl........MAY THE FORCE BE WITH YOU!!!

  Svo mælir Sigga "súper-jedi" og Star-Wars-fan.

  P.S  Nái örvæntingin yfir "draslinu" sögulegu hámarki, má alltaf nota kertin til að kveikja í því úti í garði.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 20:51

2 identicon

Mér finnst þú eigir alltaf að vera með heitt á könnunni og Allavega þrjár tegundir með því og randalínur í frystinum svona just in case..... 

En frægðarveggurinn er verð ég að segja uppáhaldið mitt :D 

Jagtehytten (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta virkar nú svona eins og afar kósý heimili    Á mínu heimili er fiður og fuglaskítur um allt. Hæfir kannski ekki miðaldra frú....en mér er sko sama...ég er ánægð með þetta...

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.11.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

kem sem sagt ekki í kaffi til þín,dett alltaf í kókið eða pepsíið sem þið geymið úti á tröppum

Árný Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband