Þvílíkt ljót teiknimynd full að rasistaáróðri!

Vá, nú er ég ekkert smá hneyksluð!

Málið er að ég náði í pakka á piretbay sem hét The Censored 11. Pakkinn inniheldur 11. teiknimyndir sem voru bannaðar vegna þess að þær innihéldu rasisma eða voru pólitískt rangar.

Ég var að enda við að horfa á eina sem gerði mig svo bit. Þetta var myndin Clean Pastures og er frá árinu 1937.

cen11cpMyndir fjallar um að það er hugmynd um eiginlegt "svart himnaríki" sem er aðeins fyrir svarta. Málið er að íbúum "svarta himnaríkisins" hefur fækkað og er þá einn engilinn sendur til jarðar að afla fleiri negra upp til þeirra, en þessi ákveðni engill á greinilega að vera eitthverskona steríótýpa fyrir negra á þessum tíma, kolsvartur, með þykkar varir, spilar á trompet, horaður og langur og til þess að gera illt verra er hann hafður naut heimskur! 

Engilinn fer niður til jarðar og vappar um og bíður fólki að fara til "Para 'O' Dice". Kemur þá upp að honum svartur maður sem segist getað hresst upp í hlutunum með því að fá þekkta listamenn upp í "svarta himnaríkið". Reddar þessi maður frægum listamönnum á þessum tíma meðal annars Fats Waller, Louis Armstrong, Cab Calloway og Jimmie Lunceford, til þess að spila upp á himnum. Birtast allir þessir menn í fullu svingi sem englar í "svarta himnaríkinu".

Nú streyma negrar að, allar steríótýpur um svart fólk og mikið af þeim sviplíkir Kunta Kinte. Að lokum lokar dyravörðurinn gullna hliðinu og setur skiltið "No vacancies" á dyrnar. Þá er bankað og spurt hvort það sé ekki ennþá laust. Dyravörðurinn lítur út um hlerann á hurðinni og segir: Auðvitað, þú ert alltaf velkominn hingar... og viti menn, inn labbar djöfullinn sjálfur, svartur sem sandur með horn og negravarir! 

Ég varð svo reið að ég hélt að ég yrði ekki eldri!

Ég skil svo vel að þessi teiknimynd, ef teiknimynd skildi kalla, var bönnuð. Ég bið svo innilega að fólk sýni börnunum sínum ekki svona rasista kjaftæði!

Ég veit ekki hvort ég legg í að horfa á hinar 10. fyrst þessi var svona slæm!

Ave

Henný 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiminn einasti !!

Ég sá einu sinni ýkt skemmtilega bandaríska gerum-grín-að-nasistum útgáfu af grísunum þrem!  Þá var úlfurinn sko Hitler... Þú ættir að sjá hana frekar!

Jagtehytten (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

hvað varð um gömlu góðu teiknimyndirnar.....engin ástæða að vera að svekkja sig á svona rugli.hvað þá að eyða peningum í kaup á svona steipu.

Árný Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Yack..bjakk...ojjj...ullabjakk...og æla.  Henda þessu í klósettið, frænkubeibí.

  Má benda á afar huggulegar "heilabilunar-teiknimyndir" í þrívídd um einhvern "værukæran bæ"...tuttugu upp tuttugu niður....hátt upp í himininn þar bíður geimurinn......

Sigríður Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ef þú horfir á Bandarískar myndir, þá eru Asíubúar alltaf hafðir hálfvitar og heimskingar. Taktu bara eftir því. :)

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Sólveg, ég held að þessi grísirnir þrír mynd sé einmitt í þessum pakka... eða allavega eitthver útgáfa á grísunum rem.

Mamma, ég keypti ekki þessar myndir heldur náði mér bara í þær á netinu. Og þessi tiltekna mynd var frá Merry Melodies, þeim sömu og gera Bug Bunny. Ég færi aldrei að eyða pening í svona rugl.

Sigga frænka, ég náði í þetta fyrir forvitnis sakir og er pakkinn inn á harða disknum í tölvunni, svolítið erfitt að henda honum... en ég skal fara að einbeita mér frekar af Latabæ! :)

Rúna, já, ég hef tekið eftir því... hvað er málið með það?

Kristín Henný Moritz, 11.11.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband