Vont og það versnar!

Það hlaut að koma að þessu...

Eftir að hafa séð verðið hækka smám saman undanfarið hef ég haldið ró minni og hugsað að það geti ekki mikið vesnað og að þetta fari nú að lagast.

En nú er nóg komið, þetta er orðið ógeðslegt! Mig langar svo mikið að æla á næstu bensíndælu sem ég sé!

Kanski að það ætti að vera mótmæli okkar frónverja, að æla á bensíndælurnar... þá hefur enginn lyst á því lengur að dæla bensín úr út ældri bensíndælu!

Ojj, mér verður hálf flökurt við tilhugsunina! 

Tuðkonan kemur fram í mér við svona umfjöllun...

"Hvað á þetta á þýða!?!"

Ave

Henný 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Ertu vön að fá þér sopa af þessu bensínglundri? Ef þú villt komast hjá því að æla yfir bensíndælur þá ættir þú að hætta þessari drykkju. Ef þér finnst sopinn dýr þá skaltu hætta að kaupa hann. Með minni eftirspurn þá lækkar verðið. Þetta eru einföld markaðslögmál.

Magnús Bergsson, 10.6.2008 kl. 16:16

2 identicon

þú mátt tuða eins og þú vilt.....sumir halda að það sé auðvelt að hætta að kaupa bensín....áttu að labba í vinnuna?nei við verðum að kaupa bensín en við getum sparað með því að nota bílinn minna innanbæjar.b.kv.addy

arny (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:08

3 identicon

kannaði málið fyrir þig Hensla.....sumir vilja að þú hjólir í vinnuna.....ertu búin að laga hnakkinn?ertu með hjálm....er búið að skoða hjólið....yfir og út þín addý

arny (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Hjóla í vinnuna!?! Okey... ég legg bara af stað 3 tímum áður! Ekki málið...

En Magnús, ég er ekki að tala um að drekka bensín, langt frá því... meira svona að bensínverðið er orðið svo hátt að ég hef ekki lengur lyst á að taka það, verður hálf óglatt við tilhugsunina! 

Kristín Henný Moritz, 11.6.2008 kl. 01:01

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég skildi hvað þú áttir við. Mér fannst svo spaugilega komist að orði að ég varð að snúa út úr.

Nú ætla ég að gera ráð fyrir að þú sér olíuneytandi .

Það á að vera öllum ljóst að olíubruni er alveg fáránlegur. Hvað þá á einkabíla, sem varla ættu að vera til, nema kanski fyrir fatlaða. Við höfum því miður tekið það sem sjálfsögðum hlut að brenna olíu um aldur og æfi og gert ráð fyrir því að einkabílar séu undir hverju rassgati. En það eru u.þ.b. 50 ár síðan mönnum varð það ljóst að það gengur ekki að brenna olíu. Í fyrsta lagi er auðlindin ekki ótakmörkuð og í öðru lagi erum við að losa koltvístring út í andrúmsloftið og í þriðja lagi er olía of mikilvæg í aðra framleiðslu til þess að við kveikjum bara í henni til að koma okkar lötu, feitu og heimsku skrokkum á milli staða. Við þurfum að hanna samfélagið út frá því að við notum sem minnst af orku. Við eigum ekki að kalla það lífsgæði að fá að sólunda henni. ´

Ég vona að þessar hækkanir fari að kveikja á einhverjum heilasellum og fólk fari að breyta um líferni. Ef þú þarft að leggja á þig langt ferðalag til að sækja vinnu þá skaltu athuga hvort þú ættir ekki að skipta um vinnu eða bara flytja nær vinnustaðnum svo þú getir hjólað eða gengið.

Ef þú og aðrir olíufíklar minnka olíunotkun sína þá munu hækkanir jafnvel ganga til baka. Ef þú losar þig frá bílabölinu þá munu fjárhagur þín aukast og þú gætir jafnvel farið að vinna minna sem þíðir meiri frítími. Þá munu jarðarbúar eiga til meira af olíu í almenna efnaframleiðslu.  Þá má ekki gleyma að "bandamenn okkar" munu síður drepa saklaust fólk í olíuauðugum löndum til að geta komist yfir auðlyndir þess.

Á meðan fólk hefur ekki áttað sig á þessum staðreyndum þá má olían hækka og hækka út í hið óendanlega. Ég er tilbúinn til að taka þeim afleiðingum á öllum sviðum. Ég hef beðið eftir þessum hækkunum í mörg ár.

Magnús Bergsson, 11.6.2008 kl. 03:33

6 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Þetta er mikið rétt... ég neyðist víst til þess að nota bílinn í vinnuna þar sem það eru 21. kílómeters leið, en innanbæjar er ég alveg hætt að nota bílinn... nú er það bara hjólið.

Kristín Henný Moritz, 11.6.2008 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband