14.5.2008 | 20:58
If you don't jump, your english!
Sonur minn hefur ábyggilega verið Siberian Husky í fyrra lífi! Það er mikið sameiginlegt þarna á milli.
-Stór blá augu.
-Loðinn.
-Æðislega sætur
En samt held ég að það sem kemur mest á óvart að þegar Týra er leyft að hlaupa frjálsum hleypur hann hrikalega hratt í burtu eins langt og hann kemst, án þess að pæla í stað eða stund, og svo stoppar hann nokkrum mínútum síðar og fattar "Hvar ætli að hún mamma sé?!?". Þetta gerir Siberian Husky og svona lætur Týri líka!
Ég náði samt að fylgja honum eftir svo hann var ekki alveg týndur þegar hann loksins stoppaði, sem var einmitt rétt hjá róló, sem þýddi klukkutíma róló ferð! Hentugt!
Annars erum við búin að vera úti í allan dag, æðislegt veður og ég held jafnvel að ég sé smá útitekin!
Ég held líka að ég sé búin að hoppa af mér 300 kalóríur á tombólíninu heima í Eyjahrauninu, æðislegt! Þetta er sko líkamsrækt sem ég gæti stundað og skemmt mér við, ég hreinlega hoppaði út í eitt í dag! Ég er meira að segja að spá í að fjárfesta mér í einu svona hoppudóti... ég er fallin fyrir trambólíni, ég er komin með syndrómið!
Héðan í frá verður það Skoppidý skopp, það sem Henný gerir best, ala Tumi Tígur stile!
Ave
Farin út að hjóla
Henný
Sem elskar daginn í dag!
Athugasemdir
Ef þú hálsbrýtur þig á trampolíni, verð ég alveg brjáluð.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:58
ja veistu sigga eg er mikið samola þèr. En hann marino er mikið fyrir að hlaupa burt og stinga af:)
heimir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:03
Halló! Gettu hvað ég er búin að læra á kompjúterinn??
!!!!!
Sigríður Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.