1.5.2008 | 21:12
Fram þjáðir menn í þúsund löndum!
Í dag var haldið upp á afmælið mitt. Það var mæting við Hlemm, Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur sá um undirleik við skrúðgöngu niður laugarveginn sem endaði svo á Ingólfstorgi á stórum útifundi, mér til heiðurs. Það voru ræðuhöld, skemmtiatriði og fjöldasöngur. Allt á afmælinu mínu! Æðislegur dagur!
Þetta var önnur kröfugangan hans Marinó Týrs og ég verð að segja, hann tekur sig mjög vel út með fána, "Sókn er besta vörnin" og svo bleikur feminista fáni! Svo dansaði hann með þegar Sprengjuhöllin fluttu "afmælis"lög með æðislegur viðlagi "GAS!".
Svo gengum við litla fjöldskyldan um gamla miðbæinn okkur til skemmtunar, kíktum á endurnar á tjörninni.
Ég sá kæran Utanríkisráðherra þarna í afmælinu mínu á Ingólfstorgi, ósköp er hún sólbrún og flott. Ég vissi að allar þessar utanlandsferðir væru að skila sýnu. Þetta var sannkölluð brúnka í boði skattborgara, mér varð illt! Smáranovitz félagi sagði "Þarna er the root of all evil" þegar hann sá hana, en ég vil ekki gerast svo kræf, hún er ábyggilega ágætis kona.
Ave
Henný afmælisbarn
18c í dag (21)
Athugasemdir
Til hamingju með daginn mín kæra.
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:42
Fjárinn. Ætlaði að óska þér til hamó í gær en svo datt það úr kollinum á mér;)
en ég óska þér hérmeð til hamingju með daginn Henný mín;** vonandi var dagurinn ljúfur;) sjáumst svo vonandi á morgun:)
annalinda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.