Færsluflokkur: Bloggar
5.2.2008 | 22:24
Hræðilegustu dagar ársins!
Á morgun rennur upp annar af hræðilegustu dögum ársins, ef ekki eru taldir með síðustu dagarnir fyrir jól. Þegar ég var yngri voru alltaf tveir dagar á ári sem mér kveið fyrir. Það var "Grill og leikjadagurinn" og síðan öskudagurinn. Á"Grill og leikjadaginn" fengur allir í skólanum frí eftir hádeigi, svo var grillað og leikið sér á skólalóðinni langt fram eftir degi. En ekki ég, ég fór heim. Hataði þennan dag af öllum lífs og sálar kröftum, skil samt ekki afhverju, fannst þetta bara vera of mikið tilstand og vesen, kanski of mikil hamingja! Enn í dag líður mér illa þegar ég veit að þessi dagur er að koma, ótrúlegt!
Síðan var það öskudagurinn... dagur vesens og vesens og kanski aðeins meira vesens sem fylgdi í kjölfar kvefs og kulda með vott af þurri og bólóttri húð eftir andlitsmálningu. Mamma mín sá alltaf um að búa til búninga á mig, og ég held að ég geti sagt og minna var betra. Hún skildi ekki og skilur ekki enn í dag að það þurfa ekki að vera endalausir aukahlutir, það er bara vesen. Man eitthverntíman þegar ég átti víst að vera kokkur, hún eyddi góðri stund í að föndra kokkahúfu á mig sem var alveg ónauðsynlegt. Húfan endaði á að vera svona kíló á þyngd og hún var alltaf að detta smá saman í sundur allan daginn. Svo átti ég að vera með skál með eitthverju gumsi í og vá.... talandi um vesen! Samt gerði hún þetta allt saman með góðri hugsun, held ég, ég elska mömmu mína!
Krakkar vilja hlaupa um frjálsir í sínum einfalda grímubúning með ENGA andlistmálningu!
Áðan var mamma að fara að föndra eitthverja rosa grímu á litla bróðir, sá fram á mikið vesen, svo ég bjragaði málinu.... engin gríma, plain sólgleraugu virka!
Ave
Henný
sem hatar vesen!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2008 | 22:54
Footballers wife
Ég er ein heim, eða ein heima með Týra, Heimir skrapp á ævingu. Jámm, ég er orðin footballers wife! Ég held að mér þykir það nokkuð gaman, aðalega ef Heimir heldur áfram í boltanum þá verður hann geðveikt massaður og flottur. Þá mun ég ekki bara eiga sætan og góðan kærasta, heldur líka massaðann og flottan. Újé!
Annars er ég svolítið búin eftir helgina. Við fórum á Þorrablótið á Stokkseyri á laugardagskvöldið og vá, það var frekar gaman og það sást ekki ölvun á nokkrum manni *hóst* ! Stokkseyringar eru mjög fínnt og skemmitlegt fólk!
Held að ég sé farin að sofa núna... bara lítil færsla, svona til þess að missa ekki mínu diggu lesendur. Og koma svo, kommenta!
Ave Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2008 | 02:49
Diskógleraugu... yndislegt trend!
Veit ekki afhverju en ég fyllstist allt í einu þeirri löngun um að blogga um diskógleraugu. Þetta var alveg magnað tísku-trend! Fyrir diskógleraugu voru gleraugu bara gleraugu en svo breytist það og gleraugu urðu partur af fylgihlutum tískunnar. Í dag koma og fara gleraugnaumgjarðir í tísku, svoldið dýr tíska ef maður ætlar alltaf að versla sér nýjustu Diesel eða Dolce (frábær nöfn á hunda, langar feitast að eiga hunda sem heita Diesel og Dolce) gleraugun, en margt er á sig lagt fyrir útlitið!
Ein daman sem ég vinn með hér á næturvöktum kemur stundum í vinnuna með diskógleraugu, mér til mikillar ánægju! Samt sagði hún mér að hún hefði verið meira pönk heldur en diskó, en það voru víst ekki til nein pönk-gleraugu, synd. Hugsið ykkur hvernig svona pönk gleraugu hefðu litið út!?! Svoldið spes, en mættu allst ekki skyggja á öryggisnæluna í augnabrúninni eða flottu dökku baugana.
Ég sé náttúrulega eins og blindur kettlingur, það er ríkjandi í minni fjölskyldu. Dags daglega geng ég með linsu af því að litlir putar komust í flottu Diesel gleraugun mín og algjörlega rústuðu þeim. Þegar ég var yngri fór ég oft til Reykjavíkur í heimsókn til Siggu frænku. Ég og Sigga fór oft í bíó saman, enda með eiginlega alveg sama smekk á kvikmyndum, nema að hún gat horft á Lord of the Ring en ekki ég, einfaldlega langdregnar og vel mjólkaðar myndir, en hvað um það. Það var eitt sinn sem við ákváðum að skella okkur saman í bíó en ég hafði gleymt gleraugunum mínum heima í Þorlákshöfn. Fór þá Sigga frænka að gramsa í dótinu sínu og gróf upp þessi æðislegu gleraugu, diskógleraugu! Við Sigga eigum margt sameiginlega og eitt af því er okkar ættgenga sjóndepra og passaði styrkleiki diskógleraugnanna einmitt fyir mig. Ég passaði mig að setja gleraugun ekki upp fyrr en í bíósalinn var komið og öll ljós voru slökkt. Á þessum tíma fannst mér diskógleraugu ekki svöl.... en í dag finnst mér það!
Ég mæli með að komið verði á fót alþjóðlegum diskógleraugna degi. Degi þar sem allir ganga með diskógleraugu. Degi þar sem verður dansað og sungið vel valda slagara með BeeGees og Donnu Summer (Helgu Möller sem líkar betur við það) og dansað aka John Travolta "Saturday Night Fever" style! Rifja upp Hollywood stemningun!
Hver er með segið
!Le Freak!
og komið með til "Boogie Wonderland" og allir
"Knock, knock, knock on wood"
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2008 | 02:58
Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska.
Fyrir nokkrum árum ákvað ég að ef ég næði því að verða 27. ára myndi ég halda áfram og verða 100. ára. Ég reiknaði með að verða eins og þessir gömlu, hörðu rokkarar og deyja sorglegum dauðdaga 27. ára gömul, mér fannst það vera málið.
Þegar ég heyri af svona atburði hugsa ég til allra hinna ungu stjarnanna sem létu lífið langt fyrir aldur fram.
Heath Ledger látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2008 | 21:29
Skólafólk á góðum degi!
Jæja, nú er ég og Heimir bæði orðin skólafólk. Heimir var eitthvað að fylgjast með mér þegar ég var að velja mér áfanga í sjúkraliðanáminu mínu, og honum fannst þetta svoldið sniðugt, áður en ég vissi af var hann búinn að skrá sig í fjarnám líka. Svo nú erum við orðin skólafólk!
Í mínum huga er skólafólk svona eins og Harry Potter og félagar, svona með röndóttan trefil og læti! Ætli ég verði þá ekki bara að fara að prjóna á okkur röndótta trefla! Marinó auðvitað líka, svo allir séu eins. Fórum síðan öll saman í göngutúr í alveg eins fötum og með köttinn í bandi!
Reyndar var bara róleg dagur í dag. Heimir var í fríi eins og vanalega, enginn fiskur. Marinó er allur að hressast og í dag fékk hann meira að segja að fara út að leika sér í snjónum, svona rétt áður en snjórinn fer. Hann var ekkert smá ánægður. Mamma og Heimir bjuggu til snjókalla og snjóhús handa litla liðinu en ég held að Marinó hafi verið mest spenntur fyrir að borða snjóinn og skammast yfir því hvað snjórinn væri kaldur.
... ég er að fara á næturvakt í nótt... endalaust gaman!
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 23:14
Mr. Magoo
"He´s the one they call mister feelgood, He´s the one that makes you feel allright!"
Vá hvað ég er búin að vera að vinna mikið. Kumbaravogur er bara orðið mitt annað heimili þessa daganna. Alltaf þegar ég er í vinnunni er ég svona eins og ég sé heima hjá mér og þegar ég er heima hjá mér líður mér eins og ég sé í vinnunni..... og á báðum stöðum er ég búin að vera frekar mikið utan við mig! Svoldið svona blanda af Susan Myers og Mr Magoo!
Ég vinn á alveg æðislegum stað þar sem skjólstæðingar mínur eru blanda af svo mismunandi fólki að ég á stundum ekki til orð. Um daginn var ég á næturvakt með konu sem ég get sagt að sé nokkuð gamalreynd í bransanum. Þessi gamalreynda fór að spjalla við einn góðan skjólstæðing.
Skjólstæðingur: Hvað ert þú gömul?
Sú gamalreynda: Ég verð 72 á árinu.
Skjólsæðingur: Nohh, þú ert bara barn! Ég varð 90 á síðasta ári. [smá þögn og skjólstæðingurinn er hugsi]. En hvað sagðistu aftur ver gömul?
Sú gamalreynda: Ég verð 72 á árinu.
Skjólstæðingurinn: Aha, svo þú gætir verið bæði mamma mín og amma!
.... Uhmm.... jájá!
Þorrablót næstu helgi á Stokkseyri.... þætti vænt um að ef þið þekkið mig að þið spjallið við mig þar. Held nefnilega að ég verði nokkuð feimin og hlédræg.... en þá er bara að hugsa í MíuLitlu-Heimsspeki... aight!
Ave
Henný
aka Hennrietta Larssen
Bloggar | Breytt 21.1.2008 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2008 | 20:52
Skrítið lið
Þar sem ég bý í Þorlákshöfn, á suðvesturlandi, þar sem Selfoss er Mekka og hinir staðirnir eru bara eitthverjir útnárar, samkvæmt Selfyssingum, get ég ekki neitað að ég hef orðið vör við þessa svokölluðu hnakka! Eftir miklar athuganir þá komst ég að því að það að vera hnakki er bara að vera eins og allir hinir hnakkarnir. Svoldið spes að vilja vera þannig.
Fór í kringluna um daginn og þar var alveg yfirgengilega mikið af svona hópum af "eins" stelpum. Allar annað hvort geðveikt brúnar með alveg svart eða alveg aflitað ljóst hár, málað eins og Frank 'n' Futher og eitthvað svona shiny og skinný! ... og í eins fötum "Hey allir, útsala í 17" dæmi í gangi sko!
Karlkyns hnakkarnir eru meira svona það sem við kölluðum "hommalega" félaga hér áður fyrr. Aflitað hár, mikil brúnka og það er ok ef hún mistókst og varð smá appelísnugul fyrir vikið. Alvöru svoleiðis hnakki keyrir um á gulri Honda Civic eða Subaro Impreza með spoiler dæmi og sprakling felgum...
Ég gerði svona tilraun og fór að tala við eina svona hnakkastelpu í vinnunni, það var áskorun af því að hún talaði eiginlega ekki alveg sama tungumál og ég.... sitthvor sveitin!
Munið eftir myndinni með drengnum með tárið sem lekur niður kinnina? Alltaf þegar ég sé þessa mynd dettur mér í hug sveitabær á 7. áratugnum þar sem kallarnir eru með barta og konurnar vilja allar vera eins og Jane Fonda. Ætli að eftir nokkra tugi ára þegar ég sé mynd af Hondu Civic eða einstakling með misheppnaða brúnku að ég hugsi um hnakkana?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2007 | 00:53
Át
Svo full af mat að mig verkjar finn ég mig tilneydda til að teygja mig í konfektið og skera aðra sneið af ostakökunni!
Tvö jólaboð í dag, alveg svakalega áreynsla fyrir magann í mér, honum ofbauð.
Grafinn lax, paté, beikonlifrakæfa, las, reyktur áll, hreindýrapaté, hreindýrakjöt, hangikjöt, pörusteik, laufabrauð, vöflur, konfekt, ís, ísterta og mikið magna af gosi og einn bjór! Mér líður eins og ég hafi étið mitt síðasta....
Samt sit ég hér í vinnunni og narta í konfekt... Ég kann ekki að stoppa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 19:35
Afar áhugavert Ungverjaland!
Furðuleg frétt... en margt getur skeð í Ungverjalandi!
Það var einmitt út í Ungverjalandi sem ég sá mann borða heila svona fötu af kjúkling á KFC! Afar áhugavert það.....
Baðströnd stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 20:41
Bam Bam
Marinó gargaði alveg eins og hann ætti lífið að leysa þegar við fórum í heimsókn til tengdó í dag. Svo skemmtilega vill til að tengdó er hárgreiðslukona og í dag greip ég tækifærið og bað hana um að klippa litla manninn þar sem hann var orðinn svoldið mikið líkur Bamm Bamm í steinaldarmönnunum. Það hefur aldrei verið neitt mál að klippa kappann en eitthvað hefur greinilega breyst svo í þetta skipti gargaði hann af lífsins sálar kröftum, hann hefur greinilega fílað Bamm Bamm lúkkið í tætlur!
Núna sitja þeir feðgar inn í stofu og horfa á stubbana, aka LalaPó. Ójá, sú heilabilun er byrjuð og er farin að vera fastagestur á mínu heimili! Ég ligg nú bara inn í rúmi með kisu, í rólegheitunum!
Frekar sagt erfið vinnuhelgi, er alveg búin á því!
Ave
Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)