Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2007 | 04:03
Gosbrunnur, bekkur og allskonar drasl!
Jæja, þar sem ég er búin að vera vakandi á næturvakt í nótt hef ég fundið þó nokkuð fyrir þessu veðri. Vindurinn stóð beint upp að stórri rennihurð sem eitthvað hefur gefið sig og lítill gosbrunnur myndast við samskeiti, svo leiðir þessi gosbrunnur af sér lítinn læk sem rennur hljóðlega eftir ganginum. Ég var nú frekar fljót að stöðva þessi ósköp með bunka af handklæðum.
Svo var það bekkur sem stendur hérna fyrir utan, þetta er svona veigalegur trébekkur, sem ákvað að fara á flakk og fór eitthvað að fjúka, hann stoppaði síðan stuttu seinn og ég lét hann bara eiga sig hér á milli húsa.
Eigandi staðarinns er mikill draslsafnari og er hér í hring um húsið alls kyns drasl, spítur, balar, bakkar, plast, plötur og allt mögulegt. Það verður mjög fróðlegt þegar það fer að birta og allt dótið finnst hér og þar.
Við erum bara heppin að fá ekki neitt af þessu í gegn um rúðuna!
Annars er ég orðin svoldið þreytt.... spá í að horfa á svona eins og eina bíómynd, þá líður vaktin hraðar!
Ísskápur á flugi í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 10:11
Á Þjóðhátíð ég fer....
Jæja, og ég sem er á leið út í Eyjar eftir tvo tíma eða svo.... Úff, nú fæ ég hnút í magan! En allt er þetta þess virði, Þjóðhátíð í Eyjum er bara brjáluð skemmtun!
Fellihýsi fuku í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2007 | 23:33
Ofsótt af tælenskum strák!
Hafið þið eitthverntíman lent í því að vera með lag á heilanum sem þið eigið ekki en ykkur langar sjúklega mikið til þess að hlusta á og syngja í gegn til þess að hætta með það á heilanum? Ég er í þannig klípu núna, er búin að vera með "Litli tælenski strákur" á heilanum í tvo daga og ég næ honum bara ekki í burt, hann er svoleiðis búinn að líma sig fastan á heilan á mér, litli tælenski strákurinn! Svo er líka alls ekkert þægilegt að vera að raula þetta lag í tíma og ótíma þar sem fólk gæti haldið að ég væri með eitthverja rasistafordóma...
Ég er kanski eitthvað að raula fyrir Týra litla, 18. mánaða son minn, og svo breytist raulið allt í einu í lag um tælenskan strák, góður boðskapur eða hitt þó heldur! Eða ég er kanski að mata eitthvern í vinnunni og raulandi tælenska strákinn, það gleður sko samstarfsfólkið mitt, sem er margar hverjar mjög til baka íhaldssamar kjaftakerlingar....
Ég held barasta að ég sé ofsótt! Það er lítill tælenskur strákur að ofsækja heilann minn og hann lætur mig ekki vera, not for a few seconds.... Ætli hann sé kominn til að vera? Er ég andsetin af litlum tælenskum strák!?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 22:20
All you need is....
Hvenær hættu tengdamömmur að láta sér það nægja að hringja bara í tengdadótturina og anda í símann? Er það barasta orðið gamaldagt? Ertu ekki tengdamamma með tengdamömmum nema að gera eitthvað róttækt og sér í lagi sjúkt? Ég veit allavega að þegar hann Týri gerir mig að tengdamömmu, eftir svona 27 ár, sem gerir síðan eitthvað sem mig líkar ekki við, t.d. málar eldhúsið mitt gult eða vinnur mig óvart í Scrabble, þá mun ég bara hringja og anda í símtólið.... Plain and simple, en greinilega gamaldags!
Svo tengdamömmur, í stað líkamlegs ofbeldis, sem er oftast sóðalegt og erfitt að fela, notum það andlega! Það er svo miklu hreinlegra og auðvelt að fela en veldur alveg jafn miklum skaða, ef ekki meiri!
P.s. Allt ofbeldi er ljótt... Ofbeldi er ljótt.... Það sem heimurinn þarf er bara smá TLC (tender, love and care)!
Sjötug amma myrti tengdadóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 22:07
Undrakisi
Þetta er ekkert smá sniðugt og líka hálfgert heilabrot! Það er eitthvað mikið ábak við þennan kisa. En pælið í því, yrðuð þið ekki smá skelkuð ef þessi kisi myndi koma og kúra hjá ykkur? Ég veit að ég yrði það...
Kötturinn með ljáinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 20:53
Bernskuminning
Humm, mig minnir nú að ég hafi eitthvern tíman reynt þetta hérna í fjörunni í denn. Man að það gekk bara ekki neitt neitt, komumst ekki einu sinni á flot, eins gott segji ég bara... hefði getað farið nokkuð illa! Einn af þeim mörgu kostum við það að búa í svona smábæ er hvað maður fékk mikið að vera frjáls, fór út klukkan níu á morgnanna, kíkti kanski í smástund heim í hádeiginu en var rokin strax út aftur og skilaði sér kanski ekki aftur heim fyrr en um kvöldið, þetta er ekki hægt í hinni stóru Reykjavík!
Man eftir því eitt sumarið, þá var ég og eitthver hópur af krökkum, svona 8-9 ára, alltaf að leika okkur í skipshræi, eitthvað eldgamlt og fúið skip sem enginn vildi eiga nema hópur af smákrökkum. Man að þegar maður hoppaði á þylfarinu áttu fúnu spíturnar það til að brotna og þá kom gat ofan í lestina á skipinu ... svoldið hættulegur leikur!
Og þegar við vorum alltaf að leika okkur í litlu vötnunum bak við verksmiðjuna Eim, hérna aðeins út fyrir bæjinn, þar sem gólfvöllurinn er núna! Þar var svona rör sem lá undir þjóðveginn og við rétt náðum að skríða í gegn um. Svo þessi vötn, vorum að láta báta sem við smíðuðum í skólanum sigla á þeim og náttúrulega vaða. Það var auðvitað ekki hægt að fara heim fyrr en við vorum búin að láta skónna og sokkana, stundum buxurnar, þorna í sólinni. Þá lá maður á meðan í skýjaleik...
Úff, þegar ég hugsa út í það þá var maður í lífshættu á hverjum degi, hvað var mamma að pæla að leyfa mér að vera svona frjálsri, ef hún bara vissi....
Ave
Henný
Stórhættulegur leikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2007 | 19:15
Magnus - Magnum - Megas
"Ef ekki væri hún Laufey ... enn ein drykkfelld stúlkan á planinu, væri ekki lengur hrein mey."
"Lóa, Lóa, Lóa, þú ert svo ógeðslega sæt ... og eitthvern daginn kem ég og ét þig, allright?"
Bara svona að lýsa aðdáun minni á Meistaranum. Endilega komið með fleiri línur....
Ave
Henný
p.s. er engan vegin viss um hvort þessi latneska beyging í fyrirsögninni sé rétt....
Megas gengur frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2007 | 11:21
Heillandi biðröð!
Ég var löngu búin að ákveða að fara og bíða eftir Harry Potter, vera ein að þessum hörðustu með súpu í bolla og á útilegustól, svona eins og fyrir tíma mida.is, þegar fólk myndaði raðir til þess að krækja sér í tónleikamiða!
En nú er öldin önnur og það er svo sjaldan sem maður getur farið og beðið í skemmtilegum röðum í dag. Stemmningin í svona röðum var sérstök og loksins þegar röðin var komin af manni sjálfum var maður búinn að eignast marga vini, bara á því að bíða í röð!
Ég er Harry aðdáandi, hörð en ekki kanski sá harðasti! Svo nú spyr ég, langar einhverjum að vinna sér smá extra pening og mæta í vinnu fyrir mig í kvöld svo ég komist í skemmtilega biðröð eftir Harry Potter?
Ave
Henný
Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2007 | 11:07
Vá!
Vá! Ég er hálf kjaftstopp! Ég er samt meira undrandi yfir því hvernig maðurinn fór að því að missa þessi 200 kg! Pælið í því, hann missti af sér meira en fjórar Victoriur Beckham, sem að hennar sögn vegur 42 kg. Þetta segir manni að það er aldrei of seinnt að fara í megrun, jafnvel þótt maður sé 560 kg, rúmfastur og kominn í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera svoldið stór um sig miðjan!
You go Manuel Uribe, missa meira, kanski eins og eina Victoriu í viðbót!
Ave
Henný
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 10:53
Vígslublogg... Like a virgin, for the very first time!
Jæja, þá er maður byrjaður á moggablogginu! Þetta er þá bloggsíða númer þrjú sem er virk undir mínu nafni, er á blog.central og líka náttúrulega partur af þessari endalausu myspace mafíu sem herjar á netheiminn.
Það var samt hún Sigga frænka sem heillaði mig í sambandi við að byrja á moggabloggi:
"Þetta er sjúkt, þú verður að prófa þetta! Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt!"
Reyndar sagði hún þetta ekki... bara benti mér á hvað væri gaman að koma sínum skoðunum á framfæri...
Ave
Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)