Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2008 | 04:41
.... vild'ég væri Pamela á Dallas!
Allir ættu að eiga sameiginlegt áhugamál með ömmu sinni. Ég og amma mín eigum mörg sameiginleg áhugamál og eitt það nýjasta sem við erum farnar að gera saman er að horfa á Leiðarljós. Á hverjum degi horfum við á Leiðarljós saman og ræðum um það eftir á, þá meina ég djúpar umræðum um atburði síðasta þáttar! Ég er svo til nýbyrjuð að horfa á Leiðarljós en er alveg föst í þessu núna. Hér áður fyrr hló ég af fólki sem horfði á sápuóperur en ég held að ég er nokkurn veginn farin að skilja það. Ég veit að söguþráðurinn er fábreyttur og leikhæfilegar leikaranna ekki upp á marga fiska en þetta er samt svo yndislegt!
Núna er ég til dæmis alveg brjáluð út í hana Annie fyrir að vera svona ömurleg við Revu og fyrir að skilja að Josh vill hana bara alls ekki aftur. Svo er ég nokkuð spennt yfir því hvað Blake muni gera því hún er nokkurn vegin milli steins og sleggju ef hún vill halda í Ross. Svo er spurning hvert næsta illvirki Rogers verði!
Vá, ég á mér kanski ósköp lítið líf. En þetta er samt alveg svona "Quality moment" með ömmu minni sem ég vildi ekki skipta út fyrir neitt annað þessa daganna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.3.2008 | 01:26
Ég læðist oft upp á háaloft....
Smá fortíðarflipp hjá mér í dag. Var að gramsa í gömlum svona "B-myndum" heima hjá mömmu. Þetta voru svona myndir sem þóttu ekki alveg nógu góðar til þess að komast í myndaalbúm svo þeim var bara skellt ofan í skókassa og ofan í skúffu. Þarna gat ég fundið alveg hreint út sagt frábærar myndir og sumar alls ekkert "B-myndir"!
Ég er að spá í að skella inn svona smá sýnishorni.
Þarna er ég svona 4. eða 5. ára. Þessi mynd er tekin á Þorláksvöku. Ekkert smá sæt stelpa!
..... og síðan verð ég að skella inn alveg meiriháttar mynd sem mun taka mig af jólagjafalistanum hjá Önnu frænku næstu 30. árin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2008 | 04:19
Tequila!
Fyrst að ég hef verið hálf léleg að blogga undanfarið og er einmitt í hálfgerðum blogg-ham núna (kanski aðalega af því að ég er á næturvakt og er hálfa hársbreidd frá því að sofna) að ég skelli inn aðrari færslu.
Um helgin fór ég og kollegi minn hérna í vinnunni að skiptast á svona "fylleríis-sögum". Um leið og ég byrjaði gat ég barasta ekki hætt. Eftir að hafa reytt af mér hverja fylleríis-söguna af fætum annarri fór ég að spá í hvort ég eigi kanski of margar þennig sögur!?!
Margar af þeim eru samt alveg frábærar, sumar man ég bara aðeins eftir og aðrar vildi ég helst gleyma. Ég held samt að magnaðasta fylleríis-sagan mín sé mitt víðfræga Tequila/Krakow/spítalaferð fylleríi í Póllandi. Því man ég óljóst eftir en mun samt aldrei gleyma, kanski af því að ég er með ágætis ör eftir það! Bara smá hint, aldrei fara á Tequila fyllerí með gömlum Ungverskum leiðsögumanni og fullt af breskum stelpum. Það gæti endað illa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2008 | 04:07
Úti er alltaf að snjóa....
Jæja kæru Veðurguðir... þetta er orðið gott! Það var mjög skemmtilegt til að byrja með en í dag er þetta orðið þreytt og frekar leiðinlegt. Ég er komin með nóg af þessum vetri.
Komin með nóg af frosti, komin með nóg af köldum bíl á morgnanna, komin með nóg af að sofa í sokkum, komin með nóg af hálku, komin með nóg af að þurfa að vera kallt og ég er komin með nóg af hor í nös og endalausu kvefi!
Svo að ef hægt væri að laga þetta og senda okkur sumarið snemma í ár er ég mikið til í það....
Ave
Henný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 02:22
Þrjú hjól undir bílnum....
Meira kisu ævintýri, núna er fröken Ississ fótbrotin! Við höfum ekki grænana grun hvað gerðist, hún var hress og kát þegar ég fór í vinnu eitt kvöldið og þegar ég kom heim um morguninn eftir tók hún haltrandi á móti mér. Líklegast eitthvað klaufalegt áhættuatriði sem hún var að reyna, svona til þess að heilla eigendur sína.... Miss Speedý Gonsalez!
Hitti gamla vinkonu úr Lærða Skólanum áðan, skruppum í bíó. Ekkert smá gott að hitta svona vini sem maður hittir ekki það oft! Ég ætla pottþétt að fara að vera duglegri í að hitta vini mína, svo ef þú ert vinur minn máttu endilega fara að bjóða mér í heimsókn og þér er hér með boðið í heimsókn á C6 (ég á sko heima þar, það er ekki deild á Kleppi!). Ég skal meira að segja kanski baka vöfflur og hafa heitt kakó tilbúið.... nema að þú sért nammi og kók manneskjan!
Ave
Henný kveður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2008 | 03:49
... á Þjóðhátíð ég fer, fer, fer!
Í gær dreymdi mér að ég væri á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta var svo svakalega skemmtilegur draumur að ég vildi alls ekki vakna. Þegar ég loksins vaknaði var ég hálf fúl, ég vildi bara halda áfram að skemmta mér á Þjóðhátíð og svo þegar ég fór að reysa mig við og fara fram úr þá lá við að ég væri þunn, svo mikil var innlifunin!
Þótt að það sé aðeins febrúar þá get ég ekki beðið, þetta er bara best í heimi! Jafnvel betra en Prins Póló og Kók!
Hver er með á næstu Þjóðhátíð?
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 20:51
.... sálarinnar Herkúles
Ississ, minn frábæri kettlingur, slapp út í gærkvöldi. Ég hef alltaf litið á hana sem bara lítinn kettling, svona eins og lítinn krakka, en hún er víst orðinn unglingur. Þess vegna er það nokkuð eðlilegt að hún vilji fara að fara út og skoða heiminn, hitta aðrar kisum og kanski sætan kisustrák! Samt sem áður varð ég alveg veik þegar ég vissi ekki hvar hún var. Ég fór meira að segja út að leita að henni og hringdi í mömmu um ráðgjöf við kisuleysinu, eins og maður gerir alltaf þegar maður veit ekkert hvað á að gera, þá hringir maður í mömmu! Síðast þegar ég hringdi í mömmu í leit að ráði var Marinó Týr, minn unaðslegi sonur, fastur við frystihólfið á ískápnum. Honum hafði langað í ís og frystirinn alveg fullur af ís og klaka og hann bara byrjaði að sleikja frystinn og festist! Áður en mamma hafði gefið mér ráð við því var hann búinn að slíta sig lausan, þá þurfti ég ráð til þess að stoppa sprungna vör!
Eftir að kisa hafði skilað sér aftur, ísköld og rennandi blaut, fór ég að spá, verð ég svona í sambandi við Marinó? Hvernig verð ég þagar Marinó fer fyrst í útlegu einn? Fyrst út að skemmta sér? ... og að hugsa út í fyrstu verslunarmannahelgina hans, ég fæ gæsahúð!
Ave
Henný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2008 | 00:17
Hey, er þetta ekki þarna gaurinn...
Hey, er þetta ekki hérna handrukkara félaginn sem var fastagestur í Séð og Heyrt hér um árið?
Hann gæti vel komist á listann minn hér fyrir neðan.... sem by the way, allir verða að lesa, því það gerist ekki betra!
... og segja svo hvað ykkur fannst!
Ave
Henný
Hættulegur strokufangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2008 | 00:08
Allir á stefnumót, en kanski ekki með þessum hér....
Jæja, þá er þessi svokallaði dagur elskenda liðinn, Valentínusardagurinn..... Er ekki nóg að hafa bæði bónda og "fagra-dömu"dag (konudag)? Að halda upp á svona Amerískt dót er eins og að halda upp á afmælisdag George Bush síðri! Hey, allir út á blett og flöggum, borðum niðursoðna McDonalds og syngjum gamla Beach Boys slagara á afmæli Georgs Runna!
En annars var ég að spá, svona verstustefnumót sem maður gæti lent á! Þá er ég að tala um einstakling sem maður lendir svona óvart á stefnumóti við! Hér eru nokkrar hugmyndir:
Dr. Hannibal Lecter
Talandi um stefnumót sem gæti byrjað vel en endað hálf undarlega!
Hann hefur svo sannarlega "smekk" fyrir góðum "kroppum", ef þið fattið mig!
Þetta yrði stefnumót sem myndi enda í eldhúsinu, og þá erum við ekki að tala um að reyna uppskrift sem við sáum hjá Rachel Ray í gærkvöldi... ónei...!
Johnny (Jack Nicholson karakterinn úr The Shining)
Ég held að málið sé að láta hann hafa nóg að gera, því þið vitið:
"All work and no play makes Johnny a dull boy!"
En hann er svo sannarlega handlaginn með vélsögina, gæti komið og sagað niður þessa fjárans ösp sem ykkur hefur langað til að losna við úr garði nágrannans, þessi sem skyggir á sólina þegar þið eruð að reyna að vera í sólbaði!
Gönguferð um völundarhús gæti verið skemmtileg hugmynd um stefnumót með Johnny!
Here´s Johnny!
Skrímsli Frankenstein
Ekki mikið fyrir augað!
Þið gætuð átt langt samtal um líffæragjafir og áhuga ykkar um lítalækningar, ef þú ert á þeim buxunum!
Varúð, virkilegir föður-complexar í gangi...
... En munið, það er alltaf hægt að slökkva ljósið!
RiffRaff
Enn og aftur erum við ekki að tala um neinn Brad Pitt hérna, en hann er þó aðeins myndarlegri en félagi hans hér að ofan!
Góður kostur, hann kann "The Time Warp!" og það vel!
"It´s just a jump to the left"
Þú verður alltaf í öðru sæti yfir fullkomnustu konur í lífi hans, því kommon, systir hans, Magneta, er helvíti svöl!
Þessi kroppinbakur gæti verið erfitt að ná í og hitta því hann er mjög upptekinn í vinnunni. Taustur og tryggur briti hér á ferð, vinnan er allt!
Gæti reynst erfitt að panta leigubíl daginn eftir því ég stór efast um að margir leigubílstjórar viti hvar Transexual Transelvania er!
Kafteinn Svartskeggur Sjóræningi
Þegar þú ert að taka til heima hjá honum og rekst á lík fyrrverandi eiginkvenna hans inn í skáp þá held ég að þú ættir að koma þér, segja þetta gott í bili!
Ævintýramaður sem á snekkju, ef snekkju má kalla. Sigling um Karabíahafið er eins og rúntur í Eden í Hveragerði í hans augum!
Ekki láta brjálaða augnaráðið blekkja þig, þarna eitthverstaðar, eitthverstaðar, lengst inni leynist ef til vill lítill Bambi!
.... og að lokum
Tarzan
"Me Tarzan, you Jane" verður mjög fljótt þreytandi.... kommon, ræðum frekar borgarstjórnina eða Kára í Íslenskri Erfðagreiningu!
Lítiðfjörleg híbýli fá allt aðra merkingu hérna.
Svoldið erfitt að líka vel við bestu vini hans, fullt af fjörugum górillum skilurðu!
Heitur kroppur!
Kjánalegt að mæta með manni í lendarskýlu á Lækjarbrekku, sama hversu flottur hann er!
.... en mig grunar að hann eigi kærustu, eitthverja Jane...?!?
YesYes
Þetta gæti orðið skrautlegt stefnumót, svo sannarlega...
Henný kveður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 21:35
Furðulegt uppboð!
Humm, fyrst að henni tókst að selja þetta ætti maður kanski að reyna að selja svona skrítna hluti líka. Hugmyndir um hluti sem ég gæti reynt að selja:
Rykmauraher
Þessi einsleiti her rykmaura er til sölu. Hann er afar sjálfstæður og óáreiðanlegur. Herinn byggist upp af 38765787 maurum, sumir af þeim eru skildir innbyrgðis og þótt ég segi sjálf frá er þar afar gott gen á ferð. Herinn hefur búið í horni í eldhúsinu mínu síðustu tvær vikur en honum finnst núna kominn tími fyrir breytingar!
Það fer mjög lítið fyrir honum, þú veist af honum án þess þó að sjá hann.
Tilboð byrjar í 150 krónum.
Ofnfita
Loksins, loksins, loksins er fitan innan á hurðinni á ofnum mínum til sölu! Þetta er samansafn ýmsra matarleifa sem hafa safnast þarna síðan um jólin. Áætlað er að skafa fituna saman í Tupperware box og síðan sendi ég hana hvert á land sem er. Ætlast ég síðan til þess að fá boxið til baka, það er ekki innifalið! ATH að meðfylgjandi mynd er ekki að umtalaðri fitu eða umtöluðum ofni.
Þetta mun ég selja á aðeins 14000 krónur..... danskar!
Gamalt herðatrét
Ekki er vitað um að þetta herðartré hafi eitthverja sérstaka hæfileika.
Ekki er vitað um að nokkur frægur hafi notað, séð, snert, talað um eða veit af umtöluðu herðatré.
Miklar líkur eru á að umtalað herðatré verði ónýtt þegar kaupandi fær það.
Uppboð byrjar á
8 milljónir peseta!
Skítugur sokkur
Þarf ég að segja meira?!?
Frjáls framlög....
1. 2. og 3.
Henný kveður
Gott verð fyrir gamalt súkkulaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)