8.9.2008 | 23:09
Mamma mía, here I go again!
Hrein og bein söngvamynda upplifun!
Ég elska góðar söngvamyndir og nú stökk Mamma Mía upp í annað sætið yfir uppáhalds söngvamyndirnar mínar! ... og ég get með sanni sagt að hún er jafnvel betri í annað sinn sem maður sér hana.
Þetta er hin fullkomna "mæðgna mynd". Allir sem eiga mömmu eða dóttur ættu að bjóða þeim með sér á Mamma Mía, enda bauð ég bæði mömmu og Svölu systur á hana í kvöld, og það var æði. Ég meira að segja heyrði mömmu syngja með í nokkrum atriðum.
Nú á fimmtudaginn efnir frænka mín til stelpna kaffis fyrir stórfjölskylduna og þá meina ég STÓRfjölskylduna! Ég held mig hlakki til, því að þeir sem þekkja mig vita að ég er létt flippuð og viti menn, við erum allar svona í minni familíu... og það lofar bara góðu!
Þar sem þetta er hálf XX gena vika þá ákvað ég að skrifa einn svona "Stelpur rokka" disk... hann hljómar svona:
Joan Jett - I love rock 'n roll
Patsy Cline - Crazy
Nena - 99 luftballoons
Yeah Yeah Yeahs - Date with the night
The Ting Tings - That's not my name
Bonnie Tyler - Total Eclipse of the Heart
Dolly Parton - 9 to 5
La Bouche - Be my Lover
Britney Spears - Crazy
Patti Smith - Dancing Barefoot
Janis Joplin - Me and Bobby McGee
Nancy Sinatra - These Boots are made for Walking
Aretha Franklin - Respect
Blondie - One way or Another
Brúðarbandið - Sid
Eitthverjar fleiri hugmyndir um frábært svona "stelpur rokka" lag?!?
Ave
Henný
P.s. Ég er farin að lesa Harry Potter aftur, ég elska Harry Potter!
Athugasemdir
Madonna: "Papa don´t preach" vantar...ekki viss um að lagið hafi heitið akkúrat það...en you know what I mean.
POTTER! En hvað með Beverly elskuna GRAY????
Sigríður Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 15:01
OOOh ég fór á Mamma Mia í gær.... með mömmu! er svo innilega sammála þér.... ég labbaði svo brosandi út...... heheh
Mér detta samt engin fleiri stelpna rokk og ról lög í hug.... nema auðvitað bara Yeah yeah yeahs í heild sinni... allavega fyrsti diskurinn sem ég átti með þeim :P
Jagtehytten (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.