.... því að ég er bliiiindfullur!

Sögur af Þjóðara 2008

Annar hluti

Sunnudags morgun klukkan 12:30

Eftir u.þ.b. þriggja tíma svefn opna ég annað augað og finn að ég er ennþá haugadrukkin. Morgunpartý eru greinilega ekki svo góð hugmynd, en síðasta morgunpartý stóð til 9:30 fyrr um morguninn. Ómeðvitað næ ég að fókusa linsulaus á félaga í neon appelsínugulum regnbuxum sem stendur yfir mér.

"Hey, hvaða fokking dagur er í dag?"

Segir félaginn mjög svo þvoglumælt og riðar á fótunum.

"Ha? Sunnudagur, líklegast.... nú?"

Segi ég, og finn að ég er líka svolítið þvoglumælt.

"Okey, svo ég er ekki búinn að missa af brekkusöngnum! Flott mál! En hey, smakkaðu blönduna mína!"

Hann réttir mér tveggja lítra fanta flösku með eitthverjum grunsamlegum vökva í, ég tek þennan *glúgg glúgg glúgg* sopa af sveitastelpu sið. Mig flökrar smá, en tek svo bara annan stærri sopa!

"Hey, þetta er geggjað"

Stend svo upp.... ég er ennþá í regnbuxunum og vá hvað hárið á mér er flókið! Well, mér tekst að rölta að ískápnum, næ mér í einn öllara og þá er sunnudagurinn hafinn. Ég og félaginn í neon lituðu regnbuxunum störtum svo þarna hádeigispartý og fyrr en varir er bara komið þetta flotta eldhúspartý! Enginn svefn á Þjóðhátíð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

"Viðbjóðslegur" morgunverður, en ég veðja að regnbuxurnar hafi verið ÆÐI.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  hvað, var bara alltaf stanslaust partý heima hjá mér ????og mér ekki boðið??svakalegt svínarí.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 16:54

3 identicon

OOOH það var svo yndislegt að vakna ölvaður og fá sér öl..... nema þennan dag þegar ég vaknaði alein í húsinu og setti pizzu í ofninn og ofninn virkaði ekki því ég kunni ekki á hann..... og þetta var það eina sem var til að borða...... ég fór næstumvþí að gráta! .....en svo komuð þið fuglarnir og björguðuð skapsveiflunni fyrir horn með einum öl ;)

Jagtehytten (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband