Ég heyri fornar raddir, hvísla fornan seið...

Eftir að hafa verið að vefra mikið á netinu síðustu nótt lenti ég inn á síðu sem er eins og sniðin fyrir mig og mína forvitni. Þetta var síðan Encyclopedia of Haunted Place!

Á þessari síðu fór ég að lesa um yfirgefna spítala, ég sem vissi ekki einu sinni að svoleiðis væri til! Þetta þekkist víst út í hinum stóra heimi..... þótt ótrúlegt sé.

Hérna heima þekkjum við þetta líka, öll litlu bæjarfélögin fyrir vestan sem voru yfirgefin þegar síldin hvarf.

Það er samt eitthvað sem mér þykir svo magnþrungið við svona yfirgefna staði, eins og Heilsugæslan þarna í Árbæ verður líklegast, það er eitthvað svo dularfullt og spennandi!

Ravenspark Asylum

03%20~%20Asylum%20Shot

Ravenspark Asylum er staðsett í Irvine, Skotlandi. Spítalinn hýsti þá geðveiku, gömlu og þá sem enginn kærði sig um. Árið 1995 hætti starfsemin á spítalanum og staðurinn var yfirgefinn með umbúinn rúm, hjólastóla og margt annað, það leit víst út eins og að einn daginn hafi enginn mætt í vinnu. Í dag er spítalinn vinsæl fyrir áhugamenn um afturgöngur því talið er að þar sé mikill draugagangur.

Hérna eru nokkrar myndir frá Ravenspark Asylum... skuggalegt!

 

6146667_3c873d7d01

 

 

 

6145540_4a1b04a94a

 

 

6146668_e6311af1eb
6145541_cb7184d4e4
 
1279066967_5ca18fda66

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Charles Camsell Hospital
camsellhm5
 
Charles Camsell Hospital er staðsettur í Edmonton, Alberta. Þessi spítali var byggður árið 1967 og var síðan lokað árið 1996 og starfsemin var færð í annan spítala nær miðbænum.
Sagt er að mikill draugagangur sé í spítalanum og segir margir frá röddum sem þeir heyra frá geðdeild spítalans. Rödd sem heyrist hvað oftast er í ungri stúlku sem spyr: "When are they coming?", sagan segir að hún sé að spyrjast fyrir um hvenær foreldrar hennar komi að ná í hana. Einnig segir frá eldri hjónum sem segja: "We wasn't supposed to be here". Sagan segir líka að þegar spítalinn var yfirgefinn lá fólki svo mikið á að það gleymdist meira að segja að þrífa upp blóð í einni skurðstofunni og séu ennþá blóðslettur á gólfinu þar!
Það sem mér finnst magnaðast við þessa yfirgefnu bygginu er stærð hennar, þvílík bygging! Fólk sem gegnur framhjá spítalanum talar oft um að því finnist eins og að augu horfi á þau úr hverjum glugga!
 
Hér eru nokkrar myndir:
n645326567_706242_2714
n645326567_707325_4888
n645326567_707326_5162
 
Ég veit ekki um ykkur en mér þykir þetta nokkuð áhugavert, en hvort ég trúi þessu, það er annað mál!
 
Ave
Henný
 
P.s. Ég held að það hafi ekki verið sniðugt að skrifa þetta blogg á næturvakt á "semí" spítala... þá fer svolítið um mig! 
 

 


mbl.is Heilsugæslunni gert að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Úúúú...spoogie...ég vildi ekki vera ein að ráfa þarna um gangana að kveldi. (né degi)

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband