3.6.2008 | 20:44
Always look on the bright side of your live!
Þvílík vinna og þvílíkt skap!
Týri litli er búinn að vera lasinn núna í fimm daga.... og það er ekkert grín! Amma Stína segir að þetta sé "karma" því að ég var erfið á mínum yngri árum og fæ svo í hausinn svona skapvonsku strák. Þetta flensustand fer svo svakalega í skapið á Týra að ég á ekki til orð, hann er svo pirraður á því að vera svona slappur, og ég skil hann ósköp vel!
Daníel fékk að prófa að vera með hann um helgina veikann, bara svona til þess að sjá að lífið er ekki bara dans á rósum.... Eftir helgina sagði Daníel að þetta reyndi ögn á ást hans á peyjanum og hann sé nokkuð þreyttur og að hann Týri hafi svo sannarlega skapið mitt! Samt gekk þetta nokkuð vel, ég er nokkuð stolt að stráknum, hann er alveg ágætis pabbi!
Í svona flensu-veseni reynir virkilega á hvort að við Heimir séum krakkar í fullorðinsleik eða alvöru foreldrar.... frá mínu sjónarhorni reikna ég með að við séum að standa okkur vel, kanski bara mjög vel!
Noregur (Týri) loksins fallinn og ég ætla aðeins að slappa af!
Ave
Henný
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.