12.4.2008 | 21:00
Kílóið af súpukjöri hækkaði í dag....!
Ég efast um að Ississ sé ánægð með matarinnkaup fjölskyldunnar. Í dag fór hún sjálf að versla, verslaði þennan fína kjúkling, ég segji kjúkling því að greyið fuglinn var svo illa leikinn að það sást ekki hvaða tegund hann var. Reyndar gleymdi hún að elda hann. Það var semsagt kalt borð undir rúminu okkar hjá kettinum í dag. Afar geðslegt það!
Fiður út um allt hús, grenilega hamagangur á Hóli!
Þess vegna var allt húsið tekið í gegn, öll gólf þrifin og allt látið glansa... við þrifum meira að segja veggina!
Betri eru tveir fuglar í skógi en einn tættur í klessu undir rúmi hjá mér!
Ave
Henný
Athugasemdir
Hva... Ississ bara að reyna draga í búið, og aðstoða ykkur með mat núna þegar kreppa steðjar að. Kenna henni að skella "the kill" í frystinn og þið eruð á grænni grein. Finna svo bara uppskriftir með "tættri" villibráð"!
Sigríður Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 17:34
já þessi haförn..er sjálfsagt yndislega góður filltur með sveskjum og eplum....eða grillaður..namm bjóða okkur í villibráð næst þegar veiðieðlið segir til sín.orðin leið á pulsum..b.kv.modurker.
Kristín Anna Karlsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:48
Jæja já, kannast sko aldeilis við þetta á mínum bæ! Kom heim í mestu makindum á þriðjudaginn var, ætlaði svona rétt að setja í vél og svona hafa það kósý..! Neinei, var ekki FIÐUR ÚT UM ALLT (hélt fyrst að laufin hefðu blásið svona inn)!! Og ég bara sjitt hvað er í gangi? Skoðaði mig um, og neinei, var ekki fugl UPPÍ RÚMI hjá mér og kötturinn ekkert smá stoltur með að hafa fært björg í bú! Svo það endaði með að ég þurfti að þvo ca. 6-7 vélar og taka allt í gegn takk fyrir góðan daginn! Aumingja fuglinn! Já! Kettir finna greinilega fyrir yfirvofandi kreppu!!
HerdíZ (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.