17.8.2008 | 01:40
Út í Elliðaey, situr lítill lundi....
Sögur af Þjóðara 2008
Fyrsti hluti
Föstudags morgun um klukkan 4:30
"Bíddu, ætlar þú bara að vera *Sunna í Baði* núna?"
"Nei, ég er ekki *Sunna í Baði*! Ég er bara þreytt.... og flindbullust!"
"Okey, villtu þá leggja þig aðeins og koma svo aftur að djamma?"
"Já, kanski smá! Ég þarf reyndar að skreppa út á bryggju eftir klukkutíma að taka á móti Ungfrú Suðurland."
"Jámm, en góða nótt!"
Þetta var stutt lýsing af eina rifrildinu sem ég og Jagtehytten áttum á Þjóðara 2008. Við vorum báðar svolítið mikið undir áhrifum veiga Bakkusar svo þetta er bara nett lýsing í það sem mig rámar að hafi gerst. Ég var sú þreytta, enda var ég ótrúlega þreytt, og Jagtehytten sú sem vildi fara aftur að djamma meira, enda hafði hún lent á "sjéns" með sjómanni úr Keflavík sem var lærður sjúkraliði og drakk dry Koskenkurva og var mikið fyrir að leiða okkur og hikaði ekki við að lemja þá sem sögðu eitthvað óviðeigandi við okkur.... og hét Jórunn!
Þegar ég hugsa út í það voru það helvítis mistök að ná í Ungfrú Suðurland út á bryggju þennan morgun, einnkum af því að ég var svo þunn að ég vara samasem veik og eyddi síðan megnið af næsta degi faðmandi klóssettskálina. En reyndar sáum við gaur sofna á bryggjupollanum og rúlla fram fyrir sig og beint út í sjó.... það var sko sjón að sjá!
Ave
Henný
Athugasemdir
Holý mólý veidduð þið gæjann ekki upp??????....varla hafið þið bara látið hann DRUKKNA?????
Sigríður Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:00
Sem betur fer skreið hann sjálfur upp á bryggjuna aftur!
Kristín Henný Moritz, 25.8.2008 kl. 22:18
Bwahahah þetta var gott rifrildi :D verð að segja að *Sunna í baði* er nýja uppáhalds orðatiltækið mitt!! Og mikið læturu sjóarann minn hljóma skemmtilega :D
Jagtehytten (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.