26.6.2008 | 23:29
Hole lot a shaking going on!
Hér kemur blogg um ekki neitt!
Það er svo margt sem mig hefur langað til að blogga um undanfarið en ég hef bara ekki alveg meikað að setjast niður og byrja. Hér eru nokkur dæmi:
- Þetta fjárans ísbjarnafár! Talandi um að gera veður út af engu!
- Greyið hann Keikó, enginn gefur sér tíma í að heimsækja gröfina hans lengur og nú hefur verið ákveðið að leggja ekki meiri pening í viðhald á henni!
- Vestmannaeyjarferð okkar Marinó Týrs. Þar eyddi ég tíma með mínum æðislegu frændum, ég vissi alveg að þeir væru frábærir, en svona frábærir vissi ég ekki!
- Marinó lærir u.þ.b. 15. ný orð á hverjumj degi. Eitt það nýjasta og ofnotaðasta er orðið "skítafíla" eða "ítaíla"!
- Hvað Heimir er góður strákur!
- Að ég er loksins búin að fá smið í að fixa húsið mitt. LOKSINS!
- Um það að það eru aðeins 34. dagar í Þjóðhátíð og ég get ekki alveg ráðið við mig að spenningi! Þetta eru eins og jólin, bara 30. sinnum betra. Þeir sem þekkja mig vita hvað mér finnst um jólin svo að líkja hlutum við jólin er ekki gott að mínu mati! En ég er alveg að fara á Þjóðhátíð, bara eftir smástund!
- Um hvað sjúkdómafræði er fræðandi! Ég held að sumarskóli hafi verið frábær ákvörðun!
- Um hvað lífið er yndislegt!
Þetta var blogg um ekki neitt!
Athugasemdir
Ein af skemmtilegustu minningum hjá mér eru þjóðhátíðirnar tvær sem ég fór á í dan. Það var bara geggjað fjör.
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:07
Hroooolllur! Hrikaleg "antispítalafærsla" var hér á undan! Hefði átt að fara í götusóparann, en ekki hjúkkuna....alveg vissi ég þetta!
Innlitskvitt, hér, því netið er enn allt í fári hjá mér! Bara "ítafýla" af því.
Sigríður Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.