Upp á palli, inn í skógi, illadrukkinn.... vonandi skemmtið ykkur...

Stuttri og blautri útilegu fjölskyldunar á C6 lauk í morgun þegar Týra litla tókst að skíta út síðustu buxurnar sem teknar voru með og var farinn að leika sér í náttbuxunum.

Ferðinni var heitið í Skaftafell og það var planið að vera eins lengi og Týri ætti föt, miðað við það sem ég pakkaði reiknaði ég með að við færum heim seinnipart sunnudags en vegna óvenju mikillar rigningar var lagt af stað heim fyrir 9. í morgun.

Okkur tókst samt það þrekvirki að burðast með kerruna upp að Svartafossi, 1,5 km upp á við. Svo fékk Týri að sulla öllum lækjarsprænum sem hann sá, sem útskýrir kanski að öll fötin hans voru blaut svona snemma.

Sem móðir þá hef ég mikið vellt fyrir mér hvenær það verði sem sonur minn fari að tala við mig um stelpurnar sem hann er skotinn í, og ekki átti ég von á að það myndi gerast þegar hann er aðeins tveggja og hálfsárs!

Mamma: Marinó, mamma er svolítið mikið skotin í þér. Þú ert svo æðislegur strákur! Ert þú skotinn í mömmu líka?

Marinó: Neihh, Marinó skotin Auður! (Hann sagði reyndar: Maaíjó skoti Auju!)

Mamma: Núhh? Er hún kærastan þín?

Marinó: Jááá!

Og svo kom svona u.þ.b. hálftíma sögustund um Auði á leikskólanum og meiddi og bíbí sem kisa kom með inn!

 Með þessu áframhaldi ætti ég von á að verða amma 31. árs?!?

En að öllu gamni slepptu þá er ég frekar mikið slöpp núna, er með bullandi gustus í pjásus (blöðrubólgu) og allt sem því fylgir. Tók inn eina Erymax og þrjár útrunnar Primazol, ætli þetta sé hættulegur kokteill?!?!  Ef svo er þá ætti ég að krota niður erfðaskránna mína í flýti..... En þetta er víst fylgikvilli þess að fara í útilegu í rigningu!

Ave

Henný 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já en henný mín hvað varstu að æða burt úr sólinni?gleymdirðu að hlusta á hana mömmu þína?koma svo íbv.er ekki hægt að tala við heimir núna....fótboltabulla b.kv.Árný

arny (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband