4.4.2008 | 02:48
Take a walk on the wilde side!
Hef verið að spá í að breyta göngulagi mínu, vantar eitthverja breytingu núna. Er búin að vera að reyna mismunandi gangtegunir undanfarið en er ekki alveg að finna mig.
Er búin að reyna kæruleysislegt svona "mér er alveg sama" göngulag. Gekk ekki, fékk allt of mikinn verk í herðarnar.
High fashion aka Tyra Banks American next top model göngulag. Bakið var alveg að drepa mig eftir það, auk þess er þetta göngulag lítur ekki vel út í strigaskóm því að ég geng aldrei ALDREI í hælum!
Harlem street walk. Það virkar alls ekki, er allt of hvít!
Ég prófaði að valhoppa í staðinn fyrir að ganga. Þetta gerði mig nú bara þreytta.
... Ég jafnvel reyndi svona kryppu dæmi. Vá, ekki kúl!
Ég held að það sé þá bara silly walk aka Monty Python stile!
Eitthverjar hugmyndir?
Ave
Henný
Athugasemdir
Sko...í fyrsta lagi er gott að telja í ganginn. Þ.e. einn, tveir...einn, tveir...einn, tveir... you see? Þar færðu taktinn, líkt og í dansi og þá getur þú útfært hinar ýmsu gangtegundir, alveg átakalaust. Þetta svínvirkar
Mange hilsener í bæinn
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.4.2008 kl. 08:07
hvernig væri að prófa tölt eða brokk? bara hugmynd
tengdó (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:45
Hmmmm... má ekki bjóða þér í göngutúr?
(Ekkert "týnst" á heimilinu síðustu daga?)
Sigríður Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.