4.4.2008 | 02:36
Ég ætl'að verða rosalega mikið meira en vöðvastælt...
Jæja, nú er það svart!
Næringarfræðiverkefnið mitt sagði mér að ég væri of þung miðað við hæð mína. Næringarfræðiverkefnið lét ekki þar við sitja heldur sagði mér líka að ég væri að borða allt of óhollan mat og fengi ekki nóg af C- og D-vítamíni og járni en ég innbyrði of mikla fitu. Næringarfræðiverkefnið sagði mér ískaldan sannleikann, það að nú sé kominn tími til að hugsa út í hvað ég er að borða.....
.... svo ég byrjaði á "duftinu"!
Héðan í frá er það "duft. Ég er ekki að tala um neitt varasamt "duft", hell no, þetta er nú bara ósköp saklaust Herbalife. Svo fékk ég svona agalega góðar próteinstangir með, sem ég mun pottþétt misnota sem nammi, afþví að þær eru súkkulaðihjúpaðar, líklegast bara soja kjaftæði en súkkulaði enga að síðu!
Ég og Sólveig vinkona fengum þá hugmynd hvort það væri ekki sniðugt að drekka vodka út í Herbalife sjeik. Ef þið hugsið út í það þá er alltaf verið að segja að maður eigi að borða áður en maður fer að sofa eftir djamm til þess að forðast þynnku, en með þessari aðferð ertu að borða og drekka á sama tíma. Hrein snilld, þótt ég efast um að vodka-Herbalife sjeikur sé góður!
Herbalife getur samt ekki verið alslæmt. Mamma tekur inn eitthverjar svona þaratöflur (Spiroline eða eithvað) sem hún segir að séu svo góðar fyrir mann. Aftur á mót hef ég enga trú á þessum töflum en þá kom mamma með kjánalegan punkt. Hún sagði að þari kemur frá náttúrunni og hún efaðist um að það sem náttúran gæfi okkur væri óhollt fyrir okkur. Til þess að afsanna þessa kenningu mömmu er hægt að koma með svo mörg dæmi að það væri bara kaldhæðið og fyndið!
Er í vinnunni, hin æðislega næturvaktarvika er alveg að verða búin. Lenti í skemmtilegu atviki áðan. Hérna í"nýja-gamla" húsinu er einn skemmtilegur félagi og hann var einmitt eitthvað að kalla og tala mikið svo ég ákvað að fara og athuga hvort það væri ekki allt með feldu.
Ég: Er ekki allt í lagi félagi?
Hann: Ha? Er einhver hérna inni eða er ég bara að tala við sjálfan mig?
Ég: Ég var að koma inn svo núna ertu að tala við mig en áðan varstu að tala við sjálfan þig.
Hann: Jahá, það er allt í lagi að tala við sjálfansig ef maður er skemmtilegur!
Nokkuð góður punktur hjá honum, á pottþétt eftir að nota hann í framtíðinni!
Ave
Henný
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.