Eninga meninga...

pengeSkrítið, nú er verið að segja að allt sé að fara til fjandans, massív verðbólga og allt að hækka og krónana að hrynja. En ég finn ekkert fyrir þessu! Ef eitthvað er þá hef ég það betur eftir því sem allt fer lengra norður og niður. Við erum nú ekki hátt launuð hérna litla fjölskyldan en við erum alveg að meika það! Ég held að málið er að við erum ekkert að eyða meira en við þurfum og lifum ekkert hátt. Kanski er málið að á meðan Heimir var "atvinnulaus" þá lifðum við eins og serbar, núðlur og sardínur, afgangarnir nýttir út í ystu æsar. Kjúklingaréttur varð að köldum kjúkling í hádeiginu daginn eftir sem varð að ommulettu með kjúkling eða kjúkling ofan á brauð. Ég held að ef við íslendingar hættum að eyða meiru en við þurfum og förum að fatta að það er ekkert góðæri í gangi þá reddast þetta. Þótt að landið sé kanski ekki vel rekið þá er bara málið að reka fjölskylduna vel og til fyrirmyndar!

Úr einu í annað, það var mæðgnadagur í dag. Við skruppum á Selfoss í Bónus og á KFC eða "nammí tjúli" eins og Týri kallað það. Þegar við vorum að leggja af stað spurði ég Týra hvort hann væri ekki svolítið spenntur yfir að fara á Selfoss:

"Neihh..."

... og svo spurði ég hann hvert hann vildi fara þá sagði hann:

"Afi kisa!"cute_cat

Mig grunar sterklega að afi kisa sé Gylfi því hann á kisu og er svona ská afi. Ef Marinó fær ekki plús hjá honum núna þá veit ég ekki hvað!

Mamma kom í heimsókn áðan og ákvað að stela honum í kvöldmat hjá sér svo nú er ég ein heima, í fyrsta skiptið í langan tíma...

Ave

Henný 


mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Þá kannski kíki ég í heimsókn til þín ;)

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er allt saman satt og rétt hjá þér Henný. Maður spreðar og eyðir,, líkt og maður eigi sína eigin peningavél.

Ég gat ekki annað en hlegið að "Afi Kisa" 

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:58

3 identicon

 ég er með  blog henný

bára (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband