Hann er tannlaus greyið, takið eftir því tönnunum hann týndi.... sykursnúðum í...

Betra er að vera laukur í lítilli fjölskyldu en strákur í stórri!

Þetta var málshátturinn í eggi sonar míns og á hann nokkuð vel við.

Ég hef alltaf vitað að sonur minni er nagli, enda var það hugsunin frá fyrsta degi, að gera hann að flottum nagla með leynda tilfiningalega hlið. Ég veit ekki hvort það er sykurinn sem er að tala hjá honum en allavega hefur hann verið svolítið agressive í dag. Það þorna allavega ekki tárin hjá litla frænda 3. ára útaf eitthverju sem Týri minn gerði, hvort sem það er eitthvað líkamlegt eða andlegt! Nú stendur hann spenntur og fylgist vel með þegar Amma Stína bakar vöflur, hann hefur mikinn áhuga á allri eldamennsku. Hann verður semsagt svona nagli sem er fær í eldhúsinu og grætur í laumi yfir væmnum bíómyndum og elskar mömmu sína!

Eitt skemmtilegt vinnusaga hérna. Ég vinn á alveg frábærum stað, hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna. Í gær var ein konan eitthvað slöpp og ég átti að hitamæla hana. Ég ákvað að taka eina duglega helgarstelpu með mér í verkið. Þegar við erum að byrja að mæla hana verður hún eitthvað reið og fúl og segir: "Ég veit alveg hvað þið eruð að gera þarna aumingjarnir ykkar. Þið eruð að leita að peningum!" Humm, við ekki alveg að ná þessu og unglingstelpan spyr: "Erum við að leita að peningum í rassinum á þér?!?". Skjólstæðingurinn bregst fljótt við og segir: "Jáhá, ég geymi þá þar!" Við helgarstelpan ákváðum bara að flýta okkur og koma okkur út svo við yrðum ekki sakaðar um frekari þjóðnað, guð má vita hvað hún geymdi fleira þarna uppi!

Jæja... ætti ég að skreppa með liðið út í fótbolta?!? 

Ég hefði gott af því og þeir líka... 

Ave

Henný 

P.s. Ætla að biðja ykkur að fara inn á þessa slóð og kjósa Herdísi Sif. Þetta er stelpa sem ég er að vinna með og hún á skilið að vinna þetta. Enginn smá metnaður í gangi!

Takk fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Fattlausar, skvísur báðar tvær!  Konan var auðvitað að gefa ykkur "vísbendingar".  Þið hefðuð fundið "páskaegg frá Góu númer 4", þarna uppi, ef þið hefðuð gáð betur.

  Jamm, svo Týrsi stendur í Alla Elí...hmmmm hann seigur.

  GLEÐILEGA PÁSKA.

Sigríður Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gleðilega Páska!

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:26

3 identicon

Sælar og gleðilega páska :)

Ég bið að heilsa konunni með alla peningana.. það er manneskja að mínu skapi! Ekkert verið að leyfa einhverju pakki að leita að varasjóðnum! :D

En já.. ég er farin að hlakka á hverjum degi til að fara á þjóðhátið!! allt þér að kenna Henný!

Solla rostungur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Ekki minnast á þjóðhátíð, ég held bara að ég sé að sprynga úr spenningi... úff, afhverju er ekki bara júlí núna!?!

Kristín Henný Moritz, 26.3.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband