14.3.2008 | 14:12
Þeir greidd'í píku....
Um daginn bauð Heimir mér í leikhús, fórum að sjá Sólarferð. Fínnt stykki, en það sem mér fannst mest heillandi var að við fengum sæti á svölunum með frábært útsýni niður á kollvik allra sem sátu fyrir neðan. Alveg frábært sko, að sjá og meta alla þessa skondlegu skalla! Ég reyndi samstundis að búa til leik úr þessu útsýni, leikurinn "ég hugsa mér skalla". Svo var alveg frábært að sjá að sumir virkilega reyndu að fela skallann með svona combover, það var fyndnast. Heimir fannst þessi leikur ekkert sniðugur, enda á hann líklega eftir að vera sköllóttur í framtíðinni!
En af öðrum tíðindum úr sveitinni.... ég á nýja þvottavél, gleði, gleði! Hin bara bókstaflega sagði upp eftir mikla notkun, á tímabili misnotkun ef Ississ er spurð um málið. Núna er ég alveg duglegust í heimi að þvo þvott og til þess að bæta ástandið þá er þurrkur úti, það eru bara jólin, svo mikil hamingja og læti! Nú er bara spurning hvernær spilaborgin hrynur og hlutirnir hætta að ganga upp hjá mér, vonandi ekki strax þar sem mér líkar vel við þetta góðæri!
Týri er sofandi, vaknaði klukkan sex í morgun, fór þá að pota og toga í hár foreldra og syngja þar til að Heimir gafst upp og fór frammúr með hann. Ég gefst ekki svo auðveldlega upp!
Síðasta miðviudag var leikfimisýning hjá leikskólanum hans Týra. Auðvitað var ég mætt á staðinn að horfa á prinsinn minn en um leið og hann sá móður sína varð þessi leikfimisýning bara aukahlutur, miklu skemmtilegra að væla í fanginu á mömmu sinni. Þrátt fyrir að Heimir sé strax farinn að virkja hann í boltanum eru svona leikfimisýningar ekkert skemmtilegar að hans mati. Alls enginn íþróttaálfur!
Athugasemdir
Ertu duglegust í heimi...eða Heimi að þvo??? Til hamingju með nýju þvottavélina elsku dúllan mín
Þegar mamma mín fékk sína "sjálfvirku" þvottavél, fannst henni sem lífið væri leikur upp frá því. Þvottavélin vann 20 klst vinnu fyrir hana. Enda sagði hún við mig og systur mína að þessa vél skyldum við aldrei aldrei nokkurntímann á ævinni snerta!!!!! Enda héldum við báðar að þvottavél væri eitthvað sem ekki væri vinnandi vegur að læra á.
Það kom okkur systrum sannarlega á óvart þegar við eignuðumst svona ógnarvélar, hvað var einfalt að þvo!!!!!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:24
Hér er stórþvottur á hverjum degi, mér líður stundum eins og ég sé að þvo af tíu manna fjölskyldu. Marinó fer í gegn um 2-4 sett af förum á dag og nú þegar hann á "bleyjulausan" tíma á hverjum degi fjölgar settunum. Heimir fer með 1-3 sett, hann er soddan sóði.... En Heimir setur líka stundum í vél....
Kristín Henný Moritz, 14.3.2008 kl. 18:27
Bara verð að komast á "svalir" í leikhúsi. Tek þig með, og við "spilum" grimmt! "Skallaleikur"hehe.
Til lukku með þvottavélina, eru ómissandi. Týrsi flottur.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:47
til lukku með þvottavélina,við fengu eitt st.uppþvottavél líka í gær sem virkarþað var sko setið og horft á hana allt kvöldið,og í dag kom nagranakonan aftur í heimsóka,og þegar ég kom heim sátu þær með sitt hvorn kaffi bollan og horfðu á vélina,en ég er ekki en farin að sétja hana í gang,viltu ekki bara koma og fylgjast með.
mamma (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.