11.3.2008 | 23:20
... nýbakað og malað, beint frá Brasilíu!
Í dag uppgötvaði ég nýjan drykk. Þessi drykkur er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Langmesta framleiðsla þessa drykks fer fram í Brasilíu. Þessi drykkur er afar koffínríkur. Þetta er drykkurinn kaffi! Ég hald að ég geti formlega sagt að í dag byrjaði ég að drekka kaffi.
Málið var að ég var yfir mig þreytt í vinnunni í dag, alveg sko að sofna, enda deildinn mín svolítið erfið núna. Til þess að koma í veg fyrir að sofna fékk ég mér einn bolla, og síðan annan, og annan og svo var vaktin búin. Þá fór ég heim til mömmu í hálfgerðu koffínsjokki og hélt áfram að drekka kaffi með henni. Mömmu minni hefur lengi dreymt um að geta sest niður og fengið sér kaffibolla með uppáhalds dóttur sinni og í dag varð af því!
Í koffínsjokki ákvað ég að drífa mig út á róló með Týra, Vigra og Svölu. Vigrinn gafst snemma upp, of kalt... en hin tvö voru alveg óð! Í fyrsta skipti í kanski svona sex ár fór ég að vega salt. Svala og Týr sátu á öðrum endanum og ég hinum og vá... ég var alveg gjörsamlega búin á því eftir svona 3. mínútur! Ekkert smá erfitt að vega salt! Og krakkarnir hlógu bara af mér!
Heimir fór á æfingu í kvöld svo ég og Týri vorum ein heima... það var mjög kósý!
Athugasemdir
Til hamingju með kaffidrykkjuna.. þarna þekki ég þig! Ég hef heldur aldrei drukkið jafn mikið kaffi fyrren eftir að ég byrjaði á Kumbaravogi og er orðin algjör kaffikélling (reyni samt að takmarka það) Sóólstrandargæi!!!!
HerdíZ (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:45
Kaffið er gott, ég drekk lítið af því nú orðið en það bætir, hressir og kætir.
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:19
gott að heyra þá færðu kaffi næst þegar þú kemur til mín
tengdó (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:45
Ég drekk ekki kaffi og hef mjöööög takmarkaðann áhuga á að byrja á því :)
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:33
Mmmm...biksvart, sterkt kaffi, með "dash" af karmellusúkkulaði út í..mmmmmm 4 bollar, og þú verður ALDREI framar syfjuð á morgunvöktum, né heldur nokkrum öðrum vöktum.
Sigríður Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 19:39
Þetta í gær var eitthvað skrítið.þú ættir kanski að fara aðeins hægar í kaffið,svona fimm bollar á dag og skilja eitthvað eftir handa okkur ömmu stínu....og hvað var þetta með símann tókstu hann virkilega með þér í bað'?
arny (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:56
Kaffi er fínnt, en ég verð víst að byrja rólega!
Jámm, þetta með símann... ég ætlaði að hringja og spjalla við Lólu á meðan ég baðaði Týra en svo svaraði Lóla ekki og Týri var búin að gegn bleyta mig svo ég ákvað bara að skella mér í bað með honum. Ég held að aldrei hafi verið hringt jafn mikið í símann og þegar ég var þarna með hann inn á baði...
Kristín Henný Moritz, 12.3.2008 kl. 22:31
Ég drakk einu sinni svona 10-15 bolla á dag. Það var ekki gott fyrir magann. Núna drekk ég 3 á dag og nýt þeirra í botn. Gæti aldrei hætt að drekka kaffi. Hef oft hætt að reykja en aldrei getað hætt í kaffinu.
Kreppumaður, 13.3.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.