... nýbakað og malað, beint frá Brasilíu!

Í dag uppgötvaði ég nýjan drykk. Þessi drykkur er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Langmesta framleiðsla þessa drykks fer fram í Brasilíu. Þessi drykkur er afar koffínríkur. Þetta er drykkurinn kaffi! Ég hald að ég geti formlega sagt að í dag byrjaði ég að drekka kaffi.

Málið var að ég var yfir mig þreytt í vinnunni í dag, alveg sko að sofna, enda deildinn mín svolítið erfið núna. Til þess að koma í veg fyrir að sofna fékk ég mér einn bolla, og síðan annan, og annan og svo var vaktin búin. Þá fór ég heim til mömmu í hálfgerðu koffínsjokki og hélt áfram að drekka kaffi með henni. Mömmu minni hefur lengi dreymt um að geta sest niður og fengið sér kaffibolla með uppáhalds dóttur sinni og í dag varð af því!1000024_1514469762

Í koffínsjokki ákvað ég að drífa mig út á róló með Týra, Vigra og Svölu. Vigrinn gafst snemma upp, of kalt... en hin tvö voru alveg óð! Í fyrsta skipti í kanski svona sex ár fór ég að vega salt. Svala og Týr sátu á öðrum endanum og ég hinum og vá... ég var alveg gjörsamlega búin á því eftir svona 3. mínútur! Ekkert smá erfitt að vega salt!  Og krakkarnir hlógu bara af mér!

Heimir fór á æfingu í kvöld svo ég og Týri vorum ein heima... það var mjög kósý! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með kaffidrykkjuna.. þarna þekki ég þig! Ég hef heldur aldrei drukkið jafn mikið kaffi fyrren eftir að ég byrjaði á Kumbaravogi og er orðin algjör kaffikélling (reyni samt að takmarka það) Sóólstrandargæi!!!!

HerdíZ (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kaffið er gott, ég drekk lítið af því nú orðið en það bætir, hressir og kætir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:19

3 identicon

gott að heyra þá færðu kaffi næst þegar þú kemur til mín

tengdó (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Ég drekk ekki kaffi og hef mjöööög takmarkaðann áhuga á að byrja á því :)

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Mmmm...biksvart, sterkt kaffi, með "dash" af karmellusúkkulaði út í..mmmmmm 4 bollar, og þú verður ALDREI framar syfjuð á morgunvöktum, né heldur nokkrum öðrum vöktum.

Sigríður Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 19:39

6 identicon

Þetta í gær var eitthvað skrítið.þú ættir kanski að fara aðeins hægar í kaffið,svona fimm bollar á dag og skilja eitthvað eftir handa okkur ömmu stínu....og hvað var þetta með símann tókstu hann virkilega með þér í bað'?

arny (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Kaffi er fínnt, en ég verð víst að byrja rólega!

Jámm, þetta með símann... ég ætlaði að hringja og spjalla við Lólu á meðan ég baðaði Týra en svo svaraði Lóla ekki og Týri var búin að gegn bleyta mig svo ég ákvað bara að skella mér í bað með honum. Ég held að aldrei hafi verið hringt jafn mikið í símann og þegar ég var þarna með hann inn á baði...

Kristín Henný Moritz, 12.3.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Kreppumaður

Ég drakk einu sinni svona 10-15 bolla á dag.  Það var ekki gott fyrir magann.  Núna drekk ég 3 á dag og nýt þeirra í botn.  Gæti aldrei hætt að drekka kaffi.  Hef oft hætt að reykja en aldrei getað hætt í kaffinu.

Kreppumaður, 13.3.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband