.... vild'ég væri Pamela á Dallas!


Allir ættu að eiga sameiginlegt áhugamál með ömmu sinni. Ég og amma mín eigum mörg sameiginleg áhugamál og eitt það nýjasta sem við erum farnar að gera saman er að horfa á Leiðarljós. Á hverjum degi horfum við á Leiðarljós saman og ræðum um það eftir á, þá meina ég djúpar umræðum um atburði síðasta þáttar! Ég er svo til nýbyrjuð að horfa á Leiðarljós en er alveg föst í þessu núna. Hér áður fyrr hló ég af fólki sem horfði á sápuóperur en ég held að ég er nokkurn veginn farin að skilja það. Ég veit að söguþráðurinn er fábreyttur og leikhæfilegar leikaranna ekki upp á marga fiska en þetta er samt svo yndislegt!

Núna er ég til dæmis alveg brjáluð út í hana Annie fyrir að vera svona ömurleg við Revu og fyrir að skilja að Josh vill hana bara alls ekki aftur. Svo er ég nokkuð spennt yfir því hvað Blake muni gera því hún er nokkurn vegin milli steins og sleggju ef hún vill halda í Ross. Svo er spurning hvert næsta illvirki Rogers verði!

Vá, ég á mér kanski ósköp lítið líf. En þetta er samt alveg svona "Quality moment" með ömmu minni sem ég vildi ekki skipta út fyrir neitt annað þessa daganna!

 

10f
 
Svo spurninginn er, eigið þið eitthvað svona "Quality moment" með fjölskyldu meðlimi sem er svolítið hallærislegt en þið vilduð alls ekki missa?
 
Ave
Henný 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég horfi alltaf á eins bíómynd á hverju kvöldi með Unglungnum mínum. Mjög næs

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.3.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Ég fór alltaf til ömmu og afa hérna í denn að horfa á Bráðavaktina!! OOOOO ég sakna þess soldið ^^

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 6.3.2008 kl. 11:37

3 identicon

henný ,ertu ekki í lagi,?leiðindarljós??? annars man ég þegar nágrannar voru að byrja, þá máttum við mamma þín ekki missa af þætti.

anna frænka (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Anna, þú ert bara öfundsjúk fyrir að geta ekki horft á Leiðarljós með Ömmu Stínu... en ég man eftir Nágranna tímabilinu, eða man ekki, hef líklegast bara heyrt ykkur tala um það!

Sko, ég vissi að ég væri ekki sú eina með svona "móment"! 

Kristín Henný Moritz, 6.3.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Leiðarljós er kallað Leiðindaljós af þeim sem hafa aldrei horft á það..eða þeir sem horfa á það en skammast sín svo mikið fyrir það að þeir þora ekki að viðurkenna það.

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:40

6 identicon

Hmm.. þótt ótrúlegt sé þá horfum við Nonni saman á Desperate Housewives alltaf á fimmtudögum! (Og þá erum við að tala um mann sem horfir mjög! lítið á sjónvarp og sofnar oft yfir því)

Svo man ég alltaf eftir Disney myndunum sem voru sýndar á föstudögum, ég poppaði alltaf og horfði á þær á hverju föstudagskvöldi með fjölskyldunni þegar ég var í 9. og 10. bekk (meðan aðrir bekkjarmeðlimir voru úti langt fram á nótt að skvetta í sig eða gera e-n annan skandal) Já! Ég var (ER) þægt barn!

HerdíZ (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:34

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Föstudagsmyndirnar voru einmitt vinsælar hjá okkur. Við sátum öll saman og horfðum..meitra að segja húsbónidd líka, sem horfir akkúrat ekkert á sjónvarp.(Ekki einu sinni Leiðarljós eða Desperate Housewifes)

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Föstudagsmyndirnar voru líka vinsælar hjá fólkinu mínu.... Ég og Heimir eigum enga svona sjónvarpstundir, þegar ég reyni að horfa á sjónvarpið með honum gefst ég alltaf upp af því hann talar svo mikið, get ekki horft á sjónvarpið og talað á sama tíma!

Kristín Henný Moritz, 7.3.2008 kl. 16:37

9 identicon

Henný manstu eftir hundamyndinni sem afi þinn horfði alltaf á með svölunni.á hverjum degi....mörgu sinnum  á dag.það var bara þeirra stund saman.ég fæ allar fréttir af leiðarljósi í vinnunni....um daginn sagði kona við mig...veistu ég er svo ástfangin og það var þá joshua er hann ekki kallinn hennar rivu eða var það annei.....sorrý er ekki alveg með á nótunum.

arny (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:47

10 identicon

hæ henný við erum að blogaog hvernig líður isis

bára og svala (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 17:01

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Andsk...., meira segja ég sem legg metnað í það að horfa EKKI á svona þvælu, veit hverjar Reva og Annie eru!

  Knús til ykkar.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband