1.3.2008 | 01:26
Ég læðist oft upp á háaloft....
Smá fortíðarflipp hjá mér í dag. Var að gramsa í gömlum svona "B-myndum" heima hjá mömmu. Þetta voru svona myndir sem þóttu ekki alveg nógu góðar til þess að komast í myndaalbúm svo þeim var bara skellt ofan í skókassa og ofan í skúffu. Þarna gat ég fundið alveg hreint út sagt frábærar myndir og sumar alls ekkert "B-myndir"!
Ég er að spá í að skella inn svona smá sýnishorni.
Þarna er ég svona 4. eða 5. ára. Þessi mynd er tekin á Þorláksvöku. Ekkert smá sæt stelpa!
Þarna er hann afi minn í útilegu! Svolítið fyrir mína tíð!
Mamma mín (lengst til vinstri). Svaka skutla á leiðinni á ball! Takið eftir slaufunni og hún er í hvítum buxum!
Fyrstu kossinn minn!
..... og síðan verð ég að skella inn alveg meiriháttar mynd sem mun taka mig af jólagjafalistanum hjá Önnu frænku næstu 30. árin!
Jahá, þetta er hún frænka mín á Þjóðhátíð líklegast 1985!
Anna mín, ég elska þig og ég vona að þú hafir húmor fyrir þessu!
Ave
Henný
Athugasemdir
Æðislegar myndir þó ég þekki engan nema þig Góða helgi
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.3.2008 kl. 09:30
elsku Henný,það er alltaf svo gaman hjá þér.Anna móða kemur á eftir hún þar eitthvað að tala við þig.knús við sem sluppum betur en hún.
arny (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 09:38
Næstu 30 árin! Gott ef hún leyfir þér að mæta í jarðarförina sína. Og þetta eru ekki B-myndirnar í familíunni, frænka mín góð. Þetta eru C- og D- myndirnar, ég fékk allar B-myndirnar í arf.
En ekki er þetta útilega hjá afa þínum, ó, nei. Við að taka upp kartöflur í gamla kartöflugarðinum okkar við endann á flugvellinum í Eyjum, hér í den. Þá var farið með tjald á reiðhjólinu hans pabba, og gengið upp í garð ( sirka 30 -40 mínútna gangur, þar sem systur mínar fundu maga útidúra á leiðinni). Svo var allur dagurinn tekinn í það að taka upp kartöflur, rófur, gulrætur og radísur. Tjaldinu tjaldað, og drukkið malt með súkkulaðikexi. Berti á Kirkjubæ síðan mættur um klukkan 6 síðdegis á vörubílnum, og kartöflum og annari uppskeru ásamt fólki skutlað upp vörubílspall, og haldið heim.
Góðar stundir, aðrir tímar. HRIKALEGAR myndir.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 12:33
Takk Takk Rúna!
Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð stressuð hvað Anna muni gera þegar hún sér þetta.....
Kristín Henný Moritz, 1.3.2008 kl. 14:45
Úff, minnir mig á það að ég var einu sinni ungur og það var 85!
Kreppumaður, 1.3.2008 kl. 21:36
flottar myndir... ;)
Hafdís, 5.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.