Tequila!

Fyrst að ég hef verið hálf léleg að blogga undanfarið og er einmitt í hálfgerðum blogg-ham núna (kanski aðalega af því að ég er á næturvakt og er hálfa hársbreidd frá því að sofna) að ég skelli inn aðrari færslu.

Um helgin fór ég og kollegi minn hérna í vinnunni að skiptast á svona "fylleríis-sögum". Um leið og ég byrjaði gat ég barasta ekki hætt. Eftir að hafa reytt af mér hverja fylleríis-söguna af fætum annarri fór ég að spá í hvort ég eigi kanski of margar þennig sögur!?!

TequilaMargar af þeim eru samt alveg frábærar, sumar man ég bara aðeins eftir og aðrar vildi ég helst gleyma. Ég held samt að magnaðasta fylleríis-sagan mín sé mitt víðfræga Tequila/Krakow/spítalaferð fylleríi í Póllandi. Því man ég óljóst eftir en mun samt aldrei gleyma, kanski af því að ég er með ágætis ör eftir það! Bara smá hint, aldrei fara á Tequila fyllerí með gömlum Ungverskum leiðsögumanni og fullt af breskum stelpum. Það gæti endað illa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, og ég er búin að festa þá sögu á spjöld sögunnar í blogginu mínu!

Sigríður Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 18:21

2 identicon

hei...

hvað með akureyrar fylleríið okkar :) það var nú saga til næsta bæjar :)

vildi bara kvitta fyrst ég rakst á þessa síðu þína :)

fylgist eflaust meira með hérn

kv

Tinna 

Tinna B (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Hehe, Já.... hið alræmda Akureyrarfyllerí.... Það var gaman!

Kristín Henný Moritz, 29.2.2008 kl. 15:42

4 identicon

Halló,Akureyrar ferðin átti bara að vera fræðsluferð,skoða byggingar,ekki pissa utaní þær.var það ekki'?Henný héðan í frá fer ég á öll fyllirí með þér.djók.

arny (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Það yrðu skrítin mál færu þið mæðgur saman, systir í skoðunarferðum í grjótinu, og þú að kanna saumakunnáttu lækna á svæðinu!

Sigríður Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband