23.2.2008 | 02:22
Þrjú hjól undir bílnum....
Meira kisu ævintýri, núna er fröken Ississ fótbrotin! Við höfum ekki grænana grun hvað gerðist, hún var hress og kát þegar ég fór í vinnu eitt kvöldið og þegar ég kom heim um morguninn eftir tók hún haltrandi á móti mér. Líklegast eitthvað klaufalegt áhættuatriði sem hún var að reyna, svona til þess að heilla eigendur sína.... Miss Speedý Gonsalez!
Hitti gamla vinkonu úr Lærða Skólanum áðan, skruppum í bíó. Ekkert smá gott að hitta svona vini sem maður hittir ekki það oft! Ég ætla pottþétt að fara að vera duglegri í að hitta vini mína, svo ef þú ert vinur minn máttu endilega fara að bjóða mér í heimsókn og þér er hér með boðið í heimsókn á C6 (ég á sko heima þar, það er ekki deild á Kleppi!). Ég skal meira að segja kanski baka vöfflur og hafa heitt kakó tilbúið.... nema að þú sért nammi og kók manneskjan!
Ave
Henný kveður
Athugasemdir
Hei, vöfflur! Má eldgömul móðursystir mæta??
Annars liggið þið Heimir undir grun. Kötturinn nær dauða en lífi í þvottavélinni, og svo nú fótbrotinn......"Kattarofbeldi" er ekkert grín....."kattarvernd" hefur verið sett í málið!
Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:08
Ææææ,aumingja Ississ.....voða óheppin Vonandi hressist hún fljótlega.
Rúna Guðfinnsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:28
Hvað meinarðu Sigríður? Þú þekkir mig og ég geri dýrum ekki mein, þau eru vinir mínir og Ississ er frábær kisa!
Kristín Henný Moritz, 23.2.2008 kl. 23:48
Af þeim 19 köttum sem ég hef átt, eru 15 dauðir, og ég hef verið settur í nálgunarbann við 2. Hinir 2 voru gefnir út í sveit. Merkilegt.
Kreppumaður, 24.2.2008 kl. 00:20
Ég er búin að redda vottorðunum! En núna er ég með sýkingu í auganu, hor í nös og kalt á tánum. Hvaða vottorð viltu við þessu?
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 24.2.2008 kl. 18:00
Bara að hrekkja ykkur Heimi smá! Veit þið eruð dýravinir númer 3-10 á litla Fróni! Bara systurnar mínar sem slá ykkur út, enda hafa þær vermt 2 fyrstu toppsætin árum saman.
Vona að Ississ batni sem allra fyrst, og frænkubeibíið þitt hefur áhyggjur af þessu, ég segi það!
Sigríður Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 08:05
Afmæliskveðjur til Heimis
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.2.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.