... á Þjóðhátíð ég fer, fer, fer!

Í gær dreymdi mér að ég væri á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta var svo svakalega skemmtilegur draumur að ég vildi alls ekki vakna. Þegar ég loksins vaknaði var ég hálf fúl, ég vildi bara halda áfram að skemmta mér á Þjóðhátíð og svo þegar ég fór að reysa mig við og fara fram úr þá lá við að ég væri þunn, svo mikil var innlifunin!

Þótt að það sé aðeins febrúar þá get ég ekki beðið, þetta er bara best í heimi! Jafnvel betra en Prins Póló og Kók!

 

Hver er með á næstu Þjóðhátíð?

Ave

Henný 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá maður kemst alltaf í söng/dansgír þegar maður les titlana þína! Ég kemst ekki á næstu þjóðhátíð, verð í Danaveldi, sem er reyndar gott mál líka... En ég er með á þarnæstu!

HerdíZ (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 07:31

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Frááábærustu stundir lífs míns voru á Þjóðhátíð í Eyjum...

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.2.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Bestu og verstu stundir minnar bernsku á þjóðhátíð í Eyjum.

  Besta:  Ooooooo.. svo margar að ég er í bévitans svandræðum með að velja eina!  But here goes: Pabbi með gítar í "hvíta" tjaldinu okkar, ásamt 60 Eyjamönnum, að syngja Eyjalögin.

  Versta, ekki spurning:  Fyrsta pylsan sem ég fékk með öllu, 4 ára gömul, á þjóðhátíð, spýttist úr brauðinu á skítuga götuna, strax eftir fyrsta bitann.  Þessi eini biti var rosalega góður, en ég fékk ekki aðra pylsu, þó ég orgaði alla 3 þjóðhátíðardagana.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Herdís - Ég er meira að segja að spá í að hafa þetta sem þema, að hafa fyrirsögnina alltaf svona setningu úr lagi!

Rúna og Sigga - Ójá, það er frábært á Þjóðhátið. Mín uppáhalds móment á Þjóðhátíð eru svo mörg, t.d. þegar ég og Sólveg vinkona "brutumst" inn í tjald systur hennar og héldum pottþétt besta partýið á Þjóhátíð 2007! Eða Bubbi á Þjóðhátíð 2005! Ég held ég gæti talið lengi upp!

Kristín Henný Moritz, 23.2.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband