18.2.2008 | 20:51
.... sálarinnar Herkúles
Ississ, minn frábæri kettlingur, slapp út í gærkvöldi. Ég hef alltaf litið á hana sem bara lítinn kettling, svona eins og lítinn krakka, en hún er víst orðinn unglingur. Þess vegna er það nokkuð eðlilegt að hún vilji fara að fara út og skoða heiminn, hitta aðrar kisum og kanski sætan kisustrák! Samt sem áður varð ég alveg veik þegar ég vissi ekki hvar hún var. Ég fór meira að segja út að leita að henni og hringdi í mömmu um ráðgjöf við kisuleysinu, eins og maður gerir alltaf þegar maður veit ekkert hvað á að gera, þá hringir maður í mömmu! Síðast þegar ég hringdi í mömmu í leit að ráði var Marinó Týr, minn unaðslegi sonur, fastur við frystihólfið á ískápnum. Honum hafði langað í ís og frystirinn alveg fullur af ís og klaka og hann bara byrjaði að sleikja frystinn og festist! Áður en mamma hafði gefið mér ráð við því var hann búinn að slíta sig lausan, þá þurfti ég ráð til þess að stoppa sprungna vör!
Eftir að kisa hafði skilað sér aftur, ísköld og rennandi blaut, fór ég að spá, verð ég svona í sambandi við Marinó? Hvernig verð ég þagar Marinó fer fyrst í útlegu einn? Fyrst út að skemmta sér? ... og að hugsa út í fyrstu verslunarmannahelgina hans, ég fæ gæsahúð!
Ave
Henný
Athugasemdir
Æææ Henný...svona er lífið...en allt reddast þetta..ekki satt???
Rúna Guðfinnsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:56
Já þessir kettlingar stækka á endanum, og fara að skoða heiminn og finna sér maka og svo fram vegis, minn gerðist nú frakkur og bauð síðasta deiti með sér heim! Og voru þau í mestu makindum inní stofu einn morguninn og búin að klára allan matinn og ég veit ekki hvað, vona samt að þetta hafi ö-a verið kvk köttur sem var með honum...
HerdíZ (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:36
Minn köttur þorir ekki út.
Marinó Már Marinósson, 19.2.2008 kl. 13:24
Og mín kisa er á pillunni.....heldurðu að þú sért að verða "amma"? Kötturinn í þvottavélina, barnið frosið fast í frystinum.....hmmmmm kannski að "móðursystir" verði að fara að fylgjast betur með og ráðleggja, svo Heimir lendi ekki þversum í strompinum!
Sigríður Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.