16.2.2008 | 00:08
Allir á stefnumót, en kanski ekki með þessum hér....
Jæja, þá er þessi svokallaði dagur elskenda liðinn, Valentínusardagurinn..... Er ekki nóg að hafa bæði bónda og "fagra-dömu"dag (konudag)? Að halda upp á svona Amerískt dót er eins og að halda upp á afmælisdag George Bush síðri! Hey, allir út á blett og flöggum, borðum niðursoðna McDonalds og syngjum gamla Beach Boys slagara á afmæli Georgs Runna!
En annars var ég að spá, svona verstustefnumót sem maður gæti lent á! Þá er ég að tala um einstakling sem maður lendir svona óvart á stefnumóti við! Hér eru nokkrar hugmyndir:
Dr. Hannibal Lecter
Talandi um stefnumót sem gæti byrjað vel en endað hálf undarlega!
Hann hefur svo sannarlega "smekk" fyrir góðum "kroppum", ef þið fattið mig!
Þetta yrði stefnumót sem myndi enda í eldhúsinu, og þá erum við ekki að tala um að reyna uppskrift sem við sáum hjá Rachel Ray í gærkvöldi... ónei...!
Johnny (Jack Nicholson karakterinn úr The Shining)
Ég held að málið sé að láta hann hafa nóg að gera, því þið vitið:
"All work and no play makes Johnny a dull boy!"
En hann er svo sannarlega handlaginn með vélsögina, gæti komið og sagað niður þessa fjárans ösp sem ykkur hefur langað til að losna við úr garði nágrannans, þessi sem skyggir á sólina þegar þið eruð að reyna að vera í sólbaði!
Gönguferð um völundarhús gæti verið skemmtileg hugmynd um stefnumót með Johnny!
Here´s Johnny!
Skrímsli Frankenstein
Ekki mikið fyrir augað!
Þið gætuð átt langt samtal um líffæragjafir og áhuga ykkar um lítalækningar, ef þú ert á þeim buxunum!
Varúð, virkilegir föður-complexar í gangi...
... En munið, það er alltaf hægt að slökkva ljósið!
RiffRaff
Enn og aftur erum við ekki að tala um neinn Brad Pitt hérna, en hann er þó aðeins myndarlegri en félagi hans hér að ofan!
Góður kostur, hann kann "The Time Warp!" og það vel!
"It´s just a jump to the left"
Þú verður alltaf í öðru sæti yfir fullkomnustu konur í lífi hans, því kommon, systir hans, Magneta, er helvíti svöl!
Þessi kroppinbakur gæti verið erfitt að ná í og hitta því hann er mjög upptekinn í vinnunni. Taustur og tryggur briti hér á ferð, vinnan er allt!
Gæti reynst erfitt að panta leigubíl daginn eftir því ég stór efast um að margir leigubílstjórar viti hvar Transexual Transelvania er!
Kafteinn Svartskeggur Sjóræningi
Þegar þú ert að taka til heima hjá honum og rekst á lík fyrrverandi eiginkvenna hans inn í skáp þá held ég að þú ættir að koma þér, segja þetta gott í bili!
Ævintýramaður sem á snekkju, ef snekkju má kalla. Sigling um Karabíahafið er eins og rúntur í Eden í Hveragerði í hans augum!
Ekki láta brjálaða augnaráðið blekkja þig, þarna eitthverstaðar, eitthverstaðar, lengst inni leynist ef til vill lítill Bambi!
.... og að lokum
Tarzan
"Me Tarzan, you Jane" verður mjög fljótt þreytandi.... kommon, ræðum frekar borgarstjórnina eða Kára í Íslenskri Erfðagreiningu!
Lítiðfjörleg híbýli fá allt aðra merkingu hérna.
Svoldið erfitt að líka vel við bestu vini hans, fullt af fjörugum górillum skilurðu!
Heitur kroppur!
Kjánalegt að mæta með manni í lendarskýlu á Lækjarbrekku, sama hversu flottur hann er!
.... en mig grunar að hann eigi kærustu, eitthverja Jane...?!?
YesYes
Þetta gæti orðið skrautlegt stefnumót, svo sannarlega...
Henný kveður
Athugasemdir
Þú ert hreint frábær Henný Annars er ég alltaf svolítið heit fyrir Dr. Hannibal Lecter..(Anthony Hopkins) Það gæti orðið forvitnilegt date.
Rúna Guðfinnsdóttir, 16.2.2008 kl. 00:59
Þetta eru næstum jafn gæfulegir herrar og glyðrurnar sem ég er vanur að deita!
Kreppumaður, 16.2.2008 kl. 17:16
Halló! "Hverjir" eru eiginlega að bjóða þér út á "Valentínusardeit", frænkubeibí??? Aaaaaarrrrgghhh! Veit Heimir af þessu?? Hann yrði sko ekki hrifinn að fá þig til baka í "sultukrukkum" ala Lecter, af deiti við svona gaura!
En þetta með Tarzan....sko hann er bara alls ekki neitt eins og hinir, svo ef hann er laus við Jane....þá var ég nú alltaf voða skotin í honum!
Brilliant brjálaður pistill hjá þér, frænkubeibí. Keep up the good work, en ekki gleyma að stúdrea!
Sigríður Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.