Furðulegt uppboð!

Humm, fyrst að henni tókst að selja þetta ætti maður kanski að reyna að selja svona skrítna hluti líka. Hugmyndir um hluti sem ég gæti reynt að selja:

Rykmauraher

dust Þessi einsleiti her rykmaura er til sölu. Hann er afar sjálfstæður og óáreiðanlegur. Herinn byggist upp af 38765787 maurum, sumir af þeim eru skildir innbyrgðis og þótt ég segi sjálf frá er þar afar gott gen á ferð.  Herinn hefur búið í horni í eldhúsinu mínu síðustu tvær vikur en honum finnst núna kominn tími fyrir breytingar!

Það fer mjög lítið fyrir honum, þú veist af honum án þess þó að sjá hann.

Tilboð byrjar í 150 krónum. 

 

 

  Ofnfita

Chez_Nous_villa_oven Loksins, loksins, loksins er fitan innan á hurðinni á ofnum mínum til sölu! Þetta er samansafn ýmsra matarleifa sem hafa safnast þarna síðan um jólin. Áætlað er að skafa fituna saman í Tupperware box og síðan sendi ég hana hvert á land sem er. Ætlast ég síðan til þess að fá boxið til baka, það er ekki innifalið!  ATH að meðfylgjandi mynd er ekki að umtalaðri fitu eða umtöluðum ofni.

Þetta mun ég selja á aðeins 14000 krónur..... danskar!

 

 

 Gamalt herðatrét

3452 Ekki er vitað um að þetta herðartré hafi eitthverja sérstaka hæfileika.

Ekki er vitað um að nokkur frægur hafi notað, séð, snert, talað um eða veit af umtöluðu herðatré.

Miklar líkur eru á að umtalað herðatré verði ónýtt þegar kaupandi fær það.

Uppboð byrjar á

8 milljónir peseta!

 

Skítugur sokkur

1440706 Þarf ég að segja meira?!?

Frjáls framlög....

 

 

1. 2. og 3.

Henný kveður 

 

 

 

  


mbl.is Gott verð fyrir gamalt súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Hahahahaha!  SNILLD!  Líst assgoti vel á "þá rykugu".....nema ég á bara svo mikið af þessum "gæðingum" sjálf!  En gætum athugað að fara út í "kynbætur"....og láta mína maura hitta þína!

Sigríður Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

ég er til í skítugu sokkana.

12kr?

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:49

3 identicon

Ha ha,ég get boðið upp á 1 flokks hunda hár.koma innpökkuð í lofttæmdum umbúðum.boð byrja á 60 milljónum.......70 80 90 seld.sorrý

arný (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 19:23

4 identicon

Ég panta að fá herðatréð veitir ekki af svona herðatré ég kaupi það áeinn milljarða peseta

Heimir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það vantar alltaf herðatré þar sem fólk er sem á annað borð á föt..ég býð  eitt hundrað krónur!

Ég gæti þá selt gráar og hvítar fjaðrir, ekki satt?

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Kreppumaður

Ótrúlega fyndin færsla!!!

Kreppumaður, 14.2.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Kristín Henný Moritz

1. 2. 3. sokkur seldur.... 12 krónur!

Humm, herðatréð virðist vera heitt...

En Herra Kreppumaður, takk fyrir það, ég reyndi að gera mitt besta til að skemmta öðrum!

Kristín Henný Moritz, 15.2.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband