Hræðilegustu dagar ársins!

Á morgun rennur upp annar af hræðilegustu dögum ársins, ef ekki eru taldir með síðustu dagarnir fyrir jól. Þegar ég var yngri voru alltaf tveir dagar á ári sem mér kveið fyrir. Það var "Grill og leikjadagurinn" og síðan öskudagurinn. Á"Grill og leikjadaginn" fengur allir í skólanum frí eftir hádeigi, svo var grillað og leikið sér á skólalóðinni langt fram eftir degi. En ekki ég, ég fór heim. Hataði þennan dag af öllum lífs og sálar kröftum, skil samt ekki afhverju, fannst þetta bara vera of mikið tilstand og vesen, kanski of mikil hamingja! Enn í dag líður mér illa þegar ég veit að þessi dagur er að koma, ótrúlegt!

340px-Hot_dog_costumeSíðan var það öskudagurinn... dagur vesens og vesens og kanski aðeins meira vesens sem fylgdi í kjölfar kvefs og kulda með vott af þurri og bólóttri húð eftir andlitsmálningu. Mamma mín sá alltaf um að búa til búninga á mig, og ég held að ég geti sagt og minna var betra. Hún skildi ekki og skilur ekki enn í dag að það þurfa ekki að vera endalausir aukahlutir, það er bara vesen. Man eitthverntíman þegar ég átti víst að vera kokkur, hún eyddi góðri stund í að föndra kokkahúfu á mig sem var alveg ónauðsynlegt. Húfan endaði á að vera svona kíló á þyngd og hún var alltaf að detta smá saman í sundur allan daginn. Svo átti ég að vera með skál með eitthverju gumsi í og vá.... talandi um vesen! Samt gerði hún þetta allt saman með góðri hugsun, held ég, ég elska mömmu mína!

Krakkar vilja hlaupa um frjálsir í sínum einfalda grímubúning með ENGA andlistmálningu!

Áðan var mamma að fara að föndra eitthverja rosa grímu á litla bróðir, sá fram á mikið vesen, svo ég bjragaði málinu.... engin gríma, plain sólgleraugu virka!

Ave

Henný

sem hatar vesen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég man nú eftir einum öskudegi þegar ég var yngri þá var ég eldri bróður minn valli ösp frænkja og erla frænka að safna nammi og ég var þá ekki með neina grimu var bara málaður sem papírspesi þá en við vorum buin að ganga í dáldinn tíma svoi komu við að húsi sem var gullt á litin og þá bönkuðum við þá kom mjög góð kona til dyra og við kölluðum grikk eða gott en hún átti ekki neitt gotterí þannig hún spurði hvort við vildum bara ekki koma inn og fá pönnukökur og við játuðum því og þá voru pönnukökur á borðinnu alveg tilbuin í að vera borðaðar en ég vildi ekki pönnukökur og spurði hvort hún ætti kókópufss án gríns og hún játaði því og ég fékk disk af kókópuffsi og ég var nú ekki lengi að klára hann og spurði hvort ég mætti fá meira (aðeins dónalegri). og valli,ösp og erla frænka hvísluðu á mig Heimir og ég lét það ekkert vinna og fékk mér einn disk í viðbót og síðan fórum við út að safna nammi aftur.. satt er það þetta er hræðilegur dagur öskudagurinn

Heimir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Hehe, þú manst nú hversu góðu skapi ég var í dagana rétt fyrir jól Heimir minn.... Vertu viðbúinn, ég gæti orðið verri en ég var þá á morgun!

Kristín Henný Moritz, 5.2.2008 kl. 22:48

3 identicon

Já ég man eftir þeim dögum það voru MJÖG SLÆMIR DAGAR:P ég var þreyttur eftir vinnuna ég kom heim "og fékk skammir".. reyndar var ég kominn í jólafrí 13 des vegna skorts af hráefni en ég tók þessu nú ekki illa þetta er baraeðlilegt við hlógum af þessu nokkrum dögum eftir á:D

Heimir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér leiðast líka vesenisdagar..en ekki svo mikið eins og þú. Kveðjur

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Vá, ekki hef ég heyrt í neinum sem "hatar" þessa daga svona mikið

Það er einungis nokkrir dagar á ári sem ég þoli ekki. Veit yfirleitt aldrei hvenær þeir eru en ég fæ að vita af þeim með viku fyrirvara (max). Það eru dagarnir sem ég fer að djamma með þér. Ég er alltaf svo áhyggjufull þegar ég djamma með þér..  Ætla að reyna að láta það ekki skemma blótið.

:)

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 6.2.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Best að trufla ekki systur við "listaverkahönnunina" var mitt mottó, á þessum síðustu dögum fyrir Öskudaginn.  En nokkra búninga tókum við hinar mútturnar þínar til "endurskoðunar og endurvinnslu", svona þegar kílóafjöldinn fór að sigla ískyggilega nálægt 3-7 kílóunum!  Klipptum hér, minnkuðum þar, og margir aukahlutanna "týndust illilega"!  Systir rasandi á þessum ósmekklegheitum og aulagangi í okkur að týna!  En svo mátti alltaf gera eins og frænkubeibí núna, verða sárlasinn á Öskudaginn.  Gott ef það varð ekki vinsælt hjá þér um 10 ára aldurinn!!

  En hvað er þetta með grill og leikjadaginn?  Ég meina við elskum grillmat og dýrkum allskonar leiki....sbr. Skraflið, í þessari ætt!  Hvað var það?  Hlýtur að vera sér-Henný-lenska!  Þú leynir á þér!

Sigríður Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 22:33

7 identicon

Halló ,ég man ekki eftir þessari kokkahúfu.og held að hún hafi ekki verið svona þung,í mestalagi 2,5 kg.........ef hún var þá til.

arný (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband