Skólafólk á góðum degi!

01-stone-harry-potter-400a112706Jæja, nú er ég og Heimir bæði orðin skólafólk. Heimir var eitthvað að fylgjast með mér þegar ég var að velja mér áfanga í sjúkraliðanáminu mínu, og honum fannst þetta svoldið sniðugt, áður en ég vissi af var hann búinn að skrá sig í fjarnám líka. Svo nú erum við orðin skólafólk!

Í mínum huga er skólafólk svona eins og Harry Potter og félagar, svona með röndóttan trefil og læti! Ætli ég verði þá ekki bara að fara að prjóna á okkur röndótta trefla! Marinó auðvitað líka, svo allir séu eins. Fórum síðan öll saman í göngutúr í alveg eins fötum og með köttinn í bandi!

 

Reyndar var bara róleg dagur í dag. Heimir var í fríi eins og vanalega, enginn fiskur. Marinó er allur að hressast og í dag fékk hann meira að segja að fara út að leika sér í snjónum, svona rétt áður en snjórinn fer. Hann var ekkert smá ánægður. Mamma og Heimir bjuggu til snjókalla og snjóhús handa litla liðinu en ég held að Marinó hafi verið mest spenntur fyrir að borða snjóinn og skammast yfir því hvað snjórinn væri kaldur. 

... ég er að fara á næturvakt í nótt... endalaust gaman!

Ave

Henný 

funny-toon-pic002

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þá sjáumst við klukkan sjö í fyrramálið Henný mín!!  Mundu að vera góð við Heimi...

Kveðja til ykkar 

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:36

2 identicon

þú ert orðin nokkuð dugleg við að blogga.. þetta er að verða spennandi! :D

Ólöf Anna Brynjarsdóttir. (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Get ég pantað einn röndóttan trefil ala Potter á sjö ára skvísu?  Nei, bara lauflétt grín!  Læra, læra, og LÆRA gengur svona dálítið fyrir hjá þér og þínum um þessar mundir.  Bara setja restina af lífinu á "hold",  læra, læra læra og muna svo að ýta á "play" aftur þegar sá stutti er sóttur á leikskólann eða til ömmu !!  Reyna að troða "sofa" og "borða"  inn á milli atriða (svona auglýsingahlé), og hlakka ógeðslega til þess þegar maður hefur náð öllum prófum og útskrifast!  Eða þegar litli maðurinn er orðinn 18 og svona þokkalega "sjálfbjarga"....whichever comes first!

Sigríður Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 22:29

4 identicon

Prjónaðu þá einn fyrir mig í leiðini.. í stíl við húfuna

annalinda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband