Mr. Magoo

"He´s the one they call mister feelgood, He´s the one that makes you feel allright!"

Vá hvað ég er búin að vera að vinna mikið. Kumbaravogur er bara orðið mitt annað heimili þessa daganna. Alltaf þegar ég er í vinnunni er ég svona eins og ég sé heima hjá mér og þegar ég er heima hjá mér líður mér eins og ég sé í vinnunni..... og á báðum stöðum er ég búin að vera frekar mikið utan við migmagoo! Svoldið svona blanda af Susan Myers og Mr Magoo!

Ég vinn á alveg æðislegum stað þar sem skjólstæðingar mínur eru blanda af svo mismunandi fólki að ég á stundum ekki til orð. Um daginn var ég á næturvakt með konu sem ég get sagt að sé nokkuð gamalreynd í bransanum. Þessi gamalreynda fór að spjalla við einn góðan skjólstæðing.

Skjólstæðingur: Hvað ert þú gömul?

Sú gamalreynda: Ég verð 72 á árinu.

Skjólsæðingur: Nohh, þú ert bara barn! Ég varð 90 á síðasta ári. [smá þögn og skjólstæðingurinn er hugsi]. En hvað sagðistu aftur ver gömul?

Sú gamalreynda: Ég verð 72 á árinu.

Skjólstæðingurinn: Aha, svo þú gætir verið bæði mamma mín og amma!

.... Uhmm.... jájá! 

 

Þorrablót næstu helgi á Stokkseyri.... þætti vænt um að ef þið þekkið mig að þið spjallið við mig þar. Held nefnilega að ég verði nokkuð feimin og hlédræg.... en þá er bara að hugsa í MíuLitlu-Heimsspeki... aight!

Ave

Henný

aka Hennrietta Larssen 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

noh.. þetta er eins og saga verð ég a segja en skjólstæðingurinn er nú mjög flink verð ég að segja 72 ára. en Sú gamalreynda.. er dáldið montin og segjist vera 92 ára og segjir síðan,skjólstæðingurinn vera barn hvað köllum við okkur þá þegar við krakkarnir sem eru að verða 21. hmmmm það er spurninginn hvað súgamalreynda haldi þegar við erum 21 árs. og þegar hún segjir við skjólstæðingurinn vera barn þegar hún er 72 og er gömul í okkar augum en bara barn hjá sú gamalreynda hver getur svarað því????

En já þorrablótið næstu helgi ég er nú alveg viss um að þú verði feimin en það þarf ekkert að óttast því Heimir súperpabbi verður til verndar hjá þér mín kæra og verndað þigh þótt ég hafi nú ekki staðið mig á einu djamminnu þegar þú og marta lenduð í slagsmálum en kölluðu ekki á hjálp ég hefði reyndar mátt vita betur og átti að fylgjast ,eð ykkur óþokkunum en já ég ætla ekki að comenta meira þetta er alltof mikið:D

Heimir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Snilld!  "Ein gömul "létt gleymin" kemur með gamlan mann "mikið gleyminn" gangandi eftir ganginum á 2-S.  Þau leiðast.  Sú gamla skimar eftir starfsmanni.  Kemur auga á hjúkkuna.  Leiðir gamlingjann í sæti, "sestu hérna, vinur, eitt augnablik"!  Kemur til hjúkkunnar og hvíslar: "Hann veit ekkert í sinn haus, veit ekkert hver hann er, hvert hann er að fara eða hvað hann á að gera"!  Hjúkkan segist ætla að bjarga málunum, og tekur það að sér að koma þeim gamla í þægilegan stól með kodda og teppi.  Gamla "létt gleymna" fylgist með.  Rápar síðan smá stund um á ganginum, kemur svo hálfvandræðaleg til hjúkkunnar:  "Heyrðu, ég var hérna áðan með manni, sem var alveg týndur, en nú er ég bara alveg búin að týna "HONUM" !

Sigríður Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

 Vona að litla frænda mínum, sé svo að batna vírusinn og eyrnabólgan.

  Kveðja stórfrænkurnar.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Ég held að hann sé allur að koma til. Hann fékk meira að segja að fara út að leika í snjónum í dag, svona rétt áður en snjórinn fer!

Kristín Henný Moritz, 21.1.2008 kl. 20:58

5 identicon

Hahaha, man þegar þú varst að segja frá þessari uppákomu um daginn! En hey ég skal spjalla við þig á laugardaginn, vonum bara að við verðum viðræðuhæfar!

Kannast við þetta Susan Myers dæmi

HerdíZ (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband