13.12.2007 | 04:03
Gosbrunnur, bekkur og allskonar drasl!
Jæja, þar sem ég er búin að vera vakandi á næturvakt í nótt hef ég fundið þó nokkuð fyrir þessu veðri. Vindurinn stóð beint upp að stórri rennihurð sem eitthvað hefur gefið sig og lítill gosbrunnur myndast við samskeiti, svo leiðir þessi gosbrunnur af sér lítinn læk sem rennur hljóðlega eftir ganginum. Ég var nú frekar fljót að stöðva þessi ósköp með bunka af handklæðum.
Svo var það bekkur sem stendur hérna fyrir utan, þetta er svona veigalegur trébekkur, sem ákvað að fara á flakk og fór eitthvað að fjúka, hann stoppaði síðan stuttu seinn og ég lét hann bara eiga sig hér á milli húsa.
Eigandi staðarinns er mikill draslsafnari og er hér í hring um húsið alls kyns drasl, spítur, balar, bakkar, plast, plötur og allt mögulegt. Það verður mjög fróðlegt þegar það fer að birta og allt dótið finnst hér og þar.
Við erum bara heppin að fá ekki neitt af þessu í gegn um rúðuna!
Annars er ég orðin svoldið þreytt.... spá í að horfa á svona eins og eina bíómynd, þá líður vaktin hraðar!
Ísskápur á flugi í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.