23.7.2007 | 20:53
Bernskuminning
Humm, mig minnir nú að ég hafi eitthvern tíman reynt þetta hérna í fjörunni í denn. Man að það gekk bara ekki neitt neitt, komumst ekki einu sinni á flot, eins gott segji ég bara... hefði getað farið nokkuð illa! Einn af þeim mörgu kostum við það að búa í svona smábæ er hvað maður fékk mikið að vera frjáls, fór út klukkan níu á morgnanna, kíkti kanski í smástund heim í hádeiginu en var rokin strax út aftur og skilaði sér kanski ekki aftur heim fyrr en um kvöldið, þetta er ekki hægt í hinni stóru Reykjavík!
Man eftir því eitt sumarið, þá var ég og eitthver hópur af krökkum, svona 8-9 ára, alltaf að leika okkur í skipshræi, eitthvað eldgamlt og fúið skip sem enginn vildi eiga nema hópur af smákrökkum. Man að þegar maður hoppaði á þylfarinu áttu fúnu spíturnar það til að brotna og þá kom gat ofan í lestina á skipinu ... svoldið hættulegur leikur!
Og þegar við vorum alltaf að leika okkur í litlu vötnunum bak við verksmiðjuna Eim, hérna aðeins út fyrir bæjinn, þar sem gólfvöllurinn er núna! Þar var svona rör sem lá undir þjóðveginn og við rétt náðum að skríða í gegn um. Svo þessi vötn, vorum að láta báta sem við smíðuðum í skólanum sigla á þeim og náttúrulega vaða. Það var auðvitað ekki hægt að fara heim fyrr en við vorum búin að láta skónna og sokkana, stundum buxurnar, þorna í sólinni. Þá lá maður á meðan í skýjaleik...
Úff, þegar ég hugsa út í það þá var maður í lífshættu á hverjum degi, hvað var mamma að pæla að leyfa mér að vera svona frjálsri, ef hún bara vissi....
Ave
Henný
Stórhættulegur leikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mamma þín var kanski ekkert skárri.bara að henda grjóti í sigga feitabollu var stórhættulegt.jú þú fékst að fara út úr botnlanganum,en ég treysti þér og geri enþá.svo farðu að tannbusta þig og svo að lúlla ....strax ekkert nema gulrætur í viku og talvan tekin úr sambandi,nei ég er ekkert reið.
mamma (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:49
Hmmmm! Vil sem minnst tjá mig um málið! Rámar eitthvað í massívar öldur úti á Urðum, sjóblaut föt, hlaup og fótskriður niður snarbrattar hlíðar Helgafells, eltingaleik uppi á uppslætti í nýbyggingum..... en sei sei, NEI! Bara misminni! Vorum prúðir og stilltir "englar" sem sátum heima og "bróderuðum" alla daga, ég, systur mínar og vinkonur.
Sigríður Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.