20.7.2007 | 11:21
Heillandi biðröð!
Ég var löngu búin að ákveða að fara og bíða eftir Harry Potter, vera ein að þessum hörðustu með súpu í bolla og á útilegustól, svona eins og fyrir tíma mida.is, þegar fólk myndaði raðir til þess að krækja sér í tónleikamiða!
En nú er öldin önnur og það er svo sjaldan sem maður getur farið og beðið í skemmtilegum röðum í dag. Stemmningin í svona röðum var sérstök og loksins þegar röðin var komin af manni sjálfum var maður búinn að eignast marga vini, bara á því að bíða í röð!
Ég er Harry aðdáandi, hörð en ekki kanski sá harðasti! Svo nú spyr ég, langar einhverjum að vinna sér smá extra pening og mæta í vinnu fyrir mig í kvöld svo ég komist í skemmtilega biðröð eftir Harry Potter?
Ave
Henný
![]() |
Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ skvís,
Gott að fá þig í hópinn! Kenndu nú mér og ömmu þinni á þetta bloggvinabatterí, hálf skammarlegt að kunna ekki neitt
! Vandræðalegt to say the least! Er Harry Potter aðdáandi...á undan þér meira að segja, myndir ekki finna mig í heilan dag í "biðröð", nema einhver greiddi mér lágmark hálfa milljón fyrir
. "Biðraðir horribilis" voru í London hér á árum áður eftir strætó! Þá beið maður í hálftíma til 40 mín eftir einum eldrauðum tveggja hæða strætó, sem loks mætti...stútfullur..."sorry luv, no space! You've to wait fo' the next one
! Og svo beið maður aðrar 40 mínútur, eða hreinlega labbaði. En svo lærði ég á "undergroundið" og lífið brosti mér aftur við í London!! En er eiginlega bólusett fyrir lífstíð, með biðraðir!! En takk fyrir vinaóskina! I´ll always be YOUR friend
.
Kveðja Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.