No mater if you're black or white!

Þvílík "kreppa" sem er búin að ríkja á þessu bloggi mínu! Ég hálf skammast mín fyrir að vera ekki búin að blogga í svona langann tíma... en nú mun þetta breytast!

Ég er búin að hugsa þetta blogg út því þetta er virkilega djúp hugsun núna hjá mér. Sko málið er að núna á síðustu og verstu tímum þarf að taka þessu öllu saman með gleði og hamingju og kanski leyfa sér að fíflast smá.... vera eins í hálfgerðum sirkus. Svo  nú er spurningin, ef þú værir persóna í sirkus, hver værir þú?

Værir þú....

.... sirkusstjórinn!

Starf: Að hafa allt undir control og halda öllum góðum.

Útbúnaður: Sirkusstjórinn er oftast vel til hafður með pípuhatt og staf og kanski stórt gjallarhorn, til þess að ná athygli allra. Kvenkyns sirkusstjórar eru oftast í drögtum.

Lifnaðarhættir: Lifir í vellistingum. Á stæðsta húsið og flottasta bílinn.

Hvar má finna sirkusstjóra: Yfirrmaður þinn í vinnunni getur vel verið sirkusstjóri. Sirkusstjóra má finna um borð í einnkaþotu, á Argentínu Steikhús í hádeiginu, í Alþingishúsinu og á fleiri svona stöðum. 

Helstu kostir: Ákveðinn og áreiðanlegur. Vel mælandi.

Helstu gallar: Vegna veigamikills hlutverks eiga þeir til með að klúðra og þá geta þeir vel verið kallaðir eftirfarandi nöfnum: fæðingarhálfviti, erkifífl, móðurserðir, bjáni og asni.

Frægir Sirkusstjórar: Davíð Oddson,  Vigdís Finnbogadóttir, Hillary Clinton, Ingibjörg Sólrún, Björn Bjarnason og Geir H. Haarde.

.... trúðurinn!

Starf: Vera öðrum til skemmtunar. Vera með fíflalæti og láta eins og bjánar.

Útbúnaður: Rautt nef, stórir skór og litríkur klæðnaður.

Lifnaðarhættir: Einfalt og þægilegt... ekkert of flókið. Trúðurinn sætti sig við það sem hann á. Sumir trúðar hafa reyndar öðlast mikinn pening út á fíflalæti sín og lifa þá aðeins hærra.

Hvar má finna trúð: Í Hollywood og í miðbæ Reykjavíkur.

Helstu kostir: Trúðar eru skemmtilegir og fyndnir.

Helstu gallar: Trúðar geta stundum farið yfir strikið og orðið skelfilegir. Aldrei skal taka trúða alvarlega.... ALDREI!

Frægir trúðar: Robin Williams, Adam Sandler, Brittney Spears, Óttar Proppé, Laddi og Ómar Ragnarson. 

 .... eldgleypirinn!

Starf: Hætta lífi sínu til þess að gleðja aðra.

Útbúnaður: Eitthvað stórhættulegt.

Lifnaðarhættir: Að lifa alveg á brúninni... dagur án lífshættu er dagur án ánægju.

Hvar má finna eldgleypir: Hangandi í teygju, í krakkhúsi, á body piersing ráðstefnu, á íþróttaleikfangi.

Helstu kostir: Eru oftar en ekki íþróttalega vaxnir og í feikna formi. Getur verið skrautlegt að þekkja allavega einn eldgleypi.

Helstu gallar: Eru frekar ýktir. Aldrei verða mikið náinn eldgleypi, þú getur ekki treyst á að hann verði lengi til staðar.

Frægir eldgleypar: Arne Arhus, Fernandi Alonso, Keith Ritchard, Amy Winehouse og David Blane. 

.... konan með skeggið!

Starf: Bara að vera þarna, vera sýnileg og skapa umtal. Sumar konum með skegg kjósa það að giftast eitthverjum gömlum ríkum kalli.... en ekki allar.

Útbúnaður: Eitthvað sem hneykslar.

Lifnaðarhættir: Konan með skeggið lifir oft ágætis lífi og hefur flottar tekjur af því sem hún gerir eða gerir ekki.

Hvar má finna konuna með skeggið: Á flottur skemmtistöðum, í Séð og Heyrt, á Flugstöð Leifs Eiríkssonar af fara eitthver á framandi og seiðandi stað, í sjónvarpinu eða í meðferð.

Helstu kostir: Á böns af peningum og er ekki feimin við að flagga þeim og eyða. Er veraldarvön. Er ágæt vinkona í skamman tíma. Eru skrautlegar.

Helstu gallar: Konurnar með skeggið fara oft yfir strikið. Algengt er með konur með skegg að þær komast í kast við lögin eða ánetjast eitthverju ávanabindandi.

Frægar konur með skegg: Paris Hilton, Anna Nichole Smith, Fjölnir Þorgeirsson, Geir Ólafsson, Ásdís Rán, Victoria Beckham og hjónakornin Peter Andrew og Jordan. 

.... ljónatemjarinn!

Starf: Að vera áberandi fyrir hetjudáð og hugrekki.

Útbúnaður: Ljónatemjara þurfa ekki neitt sérstakt, nema kanski sinn ótæmandi viskubrunn og slatta af almennri skynsemi.

Lifnaðarhættir: Eitthvað einfalt og þægilegt.

Hvar má finna ljónatemjara: á kaffihúsum, í helli eitthverstaðar í óbyggðum, í tjaldi, í klaustri eða í  flottum háskóla út í heimi.

Helstu kostir: Hugrekki, hetjudáð, viska, þolinmæði og þrautsegja.

Helstu gallar: Ljónatemjarar geta verið sérstakir og fráhrindandi við fyrstu kynni, svolítið kaldir. Ljónatemjarar eru stundum einum of djúpir svo það verður kjánalegt. Sérvitrir.

Frægir ljónatemjarar: Ghandi, Oprah, John Lennon, Helgi mótmælandi Íslands, Björk, Martin Luther King og Mandela.

Svo nú er spurninginn, tilheyrið þið eitthverjum af þessum sirkustýpum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Án nokkurns vafa er ég dýratemjari, í þessu tilviki ljónatemjari. Mér nægir dýrið, ég þarf ekki meira, af þeim sökum verður ljónatemjarinn sérvitur, fráhrindandi og svolítið kuldalegur í viðmóti þó það sé kannski ekki alveg rétta andlit hans.

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

jæja hensla,mín bara nokkuð djúp.....ég hef alltaf haldið að ég væri trúðurinn.má ég kanski vera línudansarinn,sú sem reddar öllu og lætur redda sér.

Árný Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

Það eru fáir cirkusar í henni veröld,ekki amalegt að litla frón skuli eiga einn.            Amma stína.

Árný Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kræst, ljónatemjari slash konan með skeggið slash trúður......ARGH....ég er "multiple personality" big tæm.

  Sjíss...farinn til sálfræðings!

Sigríður Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband